Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Síða 473
UM FJÁRIIAG ÍSLANDS.
463
bæjarfógeta. þegar nú Akureyri þannig er orðin að bæjarfélagi
og lögsagnarumdæmi sér, þá bljóta eflaust embættisstörf sýslu-
mannsins í ICyjafjarðar sýslu, þegar hann einnig á að vera bæjar-
fógeti í kaupstaönum, að verða miklu fleiri og erfiðari en þau voru
áður, meðan verzlunarstaðurinn var sameinaður Hrafnagils hrepp,
og er þetta nauðsynleg aíleiðíng hinna nýstofnuðu bæjarmálefna;
einnig hlýtur skrifstofukostnabur að aukast við þetta, og stjórnar-
ráðið álítur því sanngjarnt, að hlutaðeigandi embættismaður fái í
þessu skyni hæfilega þóknun. Hvað nú upphæð þessarar þóknunar
snertir, þá hefir beiðandi bent á laun þau, sem iögð eru bæjar-
fógetanum í Iteykjavík, nefnilega 300 rd., og mun það einnig næst,
þegar um þetta atriði er að gjöra, að jafna saman þessum tveim
embættum, sökum þess hversu líkt er ástatt. Að vísu eru em-
bættisstörf bæjarfógetans á Akureyri miklu færri og vandaminni en störf
bæjarfógetans i Iteykjavík, en á hinn bóginn eru aukatekjur þær, sem
hinn síðar nefndi embættismaður hefir, miklu íleiri en aukatekjur þær,
sem gjöra má ráð fyrir að bæjarfógetinn á Akureyri geti fengið, því
eptir því sem amtmaðurinn skýrir frá, munu þær ekki verða yfir 200 rd.
áári, þar sem þó aukatekjur þær, sem bæjarfógetaembættið í Ileykjavík
hefir í för með sér, gela álitizt að vera rúmlega tvöfalt meiri; bæjar-
fógetinn í lleykjavík liefir þarhjá jörðinaOrfirisey (Örfarsey) til brúkunar
afgjaldslaust, og er þetta metið hérumbil 50 rd. á ári. Hérvið bætist
eiunig það alriði, að bæjarfógetaembættið í Reykjavík er sameinað
öðru embætli, nefnilega landfógetaembættinu á íslandi, en þessu
síðast nefnda embælti eru lagðir 1000 rd. á ári í laun, og þarhjá
bOO rd. á ári í skrifstofukostnað, og 150 rd. á ári í húsaleigu.
Sé nú tekið tillit til alls þessa, þá verður það álit dómsmálastjórn-
arinnar, að þóknun sú, sem ætti að veita bæjarfógetanum á Akureyri,
væri hæfilega sett til 200 rd. á ári.
Sé nú ennfremur þess gætt, að byrðar- og kostnaðarauki sá,
sem leggst á beiðanda eptir að hann er skipaður bæjarfógeti á
Akureyri, að mestu leyti er sprottinn af stjórn þeirri, sem hann
befir á hendi i hinu nýja bæjarfélagi, er stofnað er eptir ósk bæjar-
manna sjálfra, þá kynni það að virðast eðlilegt, að bæjarrélagið
sjálft greiddi þóknun þá, sem í tilefni af þessu bæri að veita nefndum