Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 474
464
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
embættismanni. |>ess skal hér getið, að eptir skýrslum þeim, sem
dómsmálastjórnin hefir um þetta efni, má það álíta sem óyggjandi,
að bæjarfélagið á Akureyri hvorki nú sem stendur, og aö öllum
líkindum heldur ekki innan skamms tíma, verði fært um að greiða
bæjarfógetanum nokkur laun. Iíaupstaðarbúar voru nefnilega, þegar
almenn fólkstala síðast var tekin árið 1860, einúngis 308 að tölu,
og geta menn ekki álitið, að tala þeirra hafi ankizt nokkuð til muna
á þeim tíma, sem síðan er liðinn; en að fráskildum 2 embættis-
mönnum, nefnilega lækni og bæjarfógeta, einum lifsala, 4 ver/.lunar-
mönnum, einum barnakennara og 20 iðnaðarmönnum, þá eru hinir
aðrir bæjarbúar fátækir flskimenn og daglaunamenn. Hvernig efna-
hag manna í kaupstaðnum sé varið, má einnig ráða af því, að árið
sem leið greiddu einúngis 20 bæjarbúar 2 rd. og þaðan af meira í
fátækraútsvar, en alls átti kaupstaðurinn að lúka 600 rd., og hafa
þá einstöku greiðendur orðið fyrir að láta úti mestan hluta fjár
þessa; bærinn getur heldur ekki risið undir ymsum gjölduni, sem
þó eptir eðli sínu einúngis snerta bæjarfélagið og almenut eru
álitin að brýn nauðsyn til beri, t. a. m. laun handa einum lögreglu-
þjóni. Loks skal þess getið, að bæjarfélagið ætíð að líkindum mun
álíta sér síður skylt að greiða bæjarfógetaniim laun, þareð embættis-
maður þcssi, auk þess að hafa stjórn bæjarmálefna, einnig hefir
áríðandi embætlisstörf fyrir ríkið á hendi.
Sökum alls þessa, sem nú helir verið talið, fiunur stjórnarráðið
áslæðu til að biðja ríkisþíngið um leyfl, að greiða megi þessa áður
umgetnu 200 rd. úr ríkissjóði.”
Yið A. I. 11 og 13. (1Samkvæmt frumvarpi því, til laga um
laun ymsra embættismanna á íslandi, sem lagt var fyrir hið 14.
ríkisþíng Dana, ætti annar assessor í landsyfirréttinum, sem skipaður
er í þetta embætti 5. maí 1859, frá 1. júní 1864 að fá í laun
1400 rd. á ári, en landlækninum, sem skipaður er í það embætti
18. september 1855, bæri í laun 1300 rd. á ári frá 1. október
1864. |>að má nú af umræðunum á ríkisþínginu um nýnefnt laga-
frumvarp gjöra ráð fyrir, að það liafi verið meiníng þíngsins, að
embættismönnum þeim, sem eptir frumvarpinu áttu rétt á að fá