Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 596
586
VERZLAN Á ÍSLANDI.
1850—63.
nærri allar verið sendar sfjórnardeildinni á þessum úrum, og
má það Ijóslega ráða af samanbnrði við leyflsbréf þau, sem á
sama tímabili hafa verið gefin skípum þeim, sem siglt bafa til Is-
lands til verzlunar. Vér kusum samt sem áður heldur að taka það
sem til var, en með öllu að sleppa þeim árunum sem í vantaði,
bæði sökum þess að vér álitum, að þetta efni væri svo mikilvægt
og svo mikils áríðandi, að ekki ætti að slá lengur á frest að birta
almenníngi það sem faung voru á í þessu efni, og líka vegna þess,
að það að voru áliti getur verið fróðlegt og gefið tilefni til margra
góðra íhugana, þótt miður sé það fullkomið. Hér má þess einnig
geta, að þessi vankvæði að líkindum ekki muni eiga sér stað
eptirleiðis, þar dómsmálastjórnin nú hefir sent hlutaðeigandi em-
bættismönnum á íslandi ný og að vorri hyggju betri skýrsluform
um verzlanina þar á landi, en þau sem áður voru brúkuð, og munu
skýrslur þeirra eptir því geta orðið bæði fyllri og áreiðanlegri.
Sökum alls þess, sem hér hefir verið sagt, munp athugasemdir
þær, sem vér nú látum fylgja um hin helztu atriði í skýrslunum,
að mestu leyti einúngis snerta árið 1862.
Ef vér þá fyrst tökum skýrslurnar A og B yfir aðíluttar vörur
til yfirvegunar, þá sýnir það sig, að af kornvörum (rúgur, bygg,
bánkabygg, baunir, bygg- og bóghveitigrjón og rúgmjöl) þeim, sem
fluttust til íslands árið I8b2, sem samtals voru 49,081 tunnur,
fluttust 17,146 tunnur til suður-umdæmisins, 12,127 tunnur til
vestur-umdæmisins og 19,808 tunnur til norður- og austur-um-
dæmisins; eptir þessu er hlutfallið milli umdæmanna líkt og áður
hefir verið árin 1849 og 1865, nefnilega að töluvert meira er flutt
af kornvörum lil norður- og austur-umdæmisins en til hvors hinna,
en þó er munurinn á þessu ekki eins mikill og hann hefir verið
að undanförnu fsmbr. Lbsk. 1, 75 og 574).
Af vínfaungum (brennivín, romm, púnsexlrakt, vín og krydd-
vín) fluttust þetta ár til alls íslands 507,940 pottar, og þar af lil
suður-umdæmisins 221,177 poltar, til vestur-umdæmisins 112,233
pottar og til norður- og austur-umdæmisins 174,530 pottar; þetta