Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Síða 597
1856—63.
VERZLAN Á ÍSLANDI.
587
sýnir, að sama á sér stað ennþá sem áður, nefnilega að aðflutníng-
urinn á þessari vöru er mestur til suður-umdæmisins, en munur
þessi er þó hvergi nærri eins mikill og hann var árið 1849, þvi þá
fluttist af vínfaungum eins mikið til suður-umdæmisins eins og til
hinna beggja umdæmanna að samtöldu (smbr. I, 75).
Kaffebaunir íluttust á þessu ári alls 373,095 pund, og þaraf
186,003 pund til suður-umdæmisins, en ekki nema 97,110 pund
til vestur-umdæmisins og 89,982 pund til norður- og austur-um-
dæmisins. tlefir þá eptir þessu verið flutt nær því eins mikið til
suður-umdæmisins eins og til beggja liinna, og er það mjög líkt
og það var árið 1849, en aptur ólíkara árinu 1855 (smbr. I, 75
og 574). þessari vörutegund er kafferót náskyld, og hefir hún
ekki verið talin í skýrslunum fyrir árin 1849 og 1855, en aðilutn-
íngur á henni varla teljandi nema til suður-umdæmisins, því af
þeim 31,021 pundum, sem alls iluttust til íslauds árið 1862, voru
28,663 pund flutt til suður-umdæmisins (til Reykjavíkur kaupstaðar
ekki minna en 16,938 pund), og einúngis 2358 pund til vestur-
umdæmisins, en ekkert til norður- og austur-umdæmisins.
Af allskonar sykri fiuttust árið 1862 til íslands 401,229 pund,
þaraf mest til suður-umdæmisins, eða 160,949 pund, en til norður-
og austur-umdæmisins 137,369 pund og til vestur-umdæmisins
102,911 pund, og er þá hlutfallið milli uindæmanna líkt og það
var árið 1849 (smbr. 1, 75). — Skoði maður hverja sykurtegund
sér, þá var mest flutt til suður-umdæmisins af kandis-sykri, eða
123,290 pund af 267,369 pundum, sem flutt voru til alls landsins;
af hvítasykri aptur á móti var lánginest flutt lil norður- og auslur-
timdæmisins, eða 38,650 pund af 74,322 pundum til alls landsins;
en af púðursykri var aðflutníngurinn mjög líkur til suður-umdæmisins
°g til norður- og austur-umdæmisins, en til vestur-umdæmisins
fluttust einúngis 3336 pund af þeim 29,538 pundum til alls lands-
ins. Hér má einnig telja sírop; en af því fluttist mest til vestur-
umdæmisins, eða 5595 pund, sem er nærri helmíngur þess, sem
flutt var til landsins af þessari vörutegund, en það voru 11,587 pund.
Af allskonar tóbaki tluttust árib 1862 alls 102,566 pund til
Islands, og af þeim lángmest til suður-umdæmisins, eða 44,660