Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 603
1856-63.
VERZLAN Á ÍSLANDI.
593
2641 lunnur, frá norður- og austur-umdæminu 2028 tunnur, og frá
suður umdæminu 1888 tuunur; er hlutfall þetta milli umdæmanna
líkt og það var árið 1855.
Saltað kjöt hefir eins og undanfarin ár að kalla má ein-
gaungu verið flutt frá norður- og aöstur-umdæminu, nefnilega 1481
tunna af 1671 tunnum (frá suður-umdæminu einúngis 96 tunnur,
og frá vestur-umdæminu 94 tunnur). Sarna er að segja um tólg
og u 11, að norður- og austur-umdæmið skarar lángt framúr hinum
umdæmunum að því, hvað út hefir verið flutt á þessu ári af þess-
um vörutegundum, nefnilega meir en helmíngurinn af því, sem
fluttist frá öllu landinu (það er að skilja: 354,141 pund af 544,657
pundum af tólg, og 612,167 pund af 1,164,024 pundum af ullu).
Tóvara hefir cins og áður mest verið flutt frá norður- og
austur-umdæminu, einkum frá Eyjafjarðar sýslu, og svo nokkuð frá
vestur-umdæminu; þó er þaðan ekki flutt nema eingirnis prjónles.
Aptur á móti er ekkert flutt af þessari vöru frá suðurlandi, að
uudanskildu því, að lítið eitt af sjóvetlíngum er flult út frá Reykja-
víkur kaupstað og frá Gullbríngu sýslu. |>annig hefir verið flutt á
þessu ári frá norður- og austur-umdæminu: af peisum 44 pör af
74 pörum, af sokkum 38,945 pör af 39,220 pörum og af sjó-
vetlíngum 11,788 pör af 22,720 pörum. Af fíngravetlíngum
llultist þetta ár ekkert, en árið 1860 er talið að fluzt liafi 800 pör
°g árið 1861: 670 pör, allt frá norður- og austur-umdæminu. Sama
er að segja um vaðmál, að það er eingaungu flutt frá norður- og
austur-umdæminu, og var það á þessu ári 1140 álnir.
Af æðardún hefir fluzt lángmest frá vestur-umdæminu, eða
nær því helmíngur þess, sem flutt hefir verið frá öllu íslandi (nefni-
lega 2956 pund af 6610 pundum; frá suður-umdæminu 1792 pund,
og frá norður- og austur-umdæminu 1862 pund), og er hlutfall
það milli umdæmanna líkt og áður hefir átt sér stað. Af fiðri
hefir lángmest verið flutt úr Vestmannaeyjum, nefnilega úr þeim
einum nær því þrefalt á við það, sem fluzt hefir frá öllum hinum
verzlunarstöðunum landsins (20,458 pund af 27,642 pundum). Af
álptarfjöðrum fluttist mest frá vestur-umdæminu (nefnilega
29,900 tals af 35,025 tals frá öllu Iandinu).