Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 677
1803.
HÚNAÐAR-ÁSTAND Á ÍSLANDI.
667
eru þau ekki talin nema 56, og hafa þau því fækkað um 7 að
tölunni til, eða tiltals uin 11.1 af hundraði, þar sem þó minni
bátar og byttur, sem mest hafa fækkað að tölunni til, nefnilega 81
tals, ekki að tiltölu hafa fækkað nema um3.9 afhundraði. Fækkun
þiljuskipa hefir verið mcst í Vesturumdæminu, eða um 5, en ekki
hafa þau fækkað nema um 1 í hverju liinna umdæmanna.
Kálgarðarækt hefir á seinni tímum af mörgum, og það án
efa með fullum rétti, verið álitin inikilsvert atriði í búnaði íslend-
ínga, og því meiri eptirtekt og undran verður það að vekja, að
svo lítur út, sem þessari grein búskaparins hafi farið heldur hnign-
andi á þessu ári, sem hér ræðir um, þar sem það á undanförnum
árum liefir alltaf farið vaxandi (smbr. I. bls. 67, 483; II. bls. 555,
862; III. bls. 243 og 417); því í fardögum 1862 voru taldir 6777
bálgarðar á öllu íslandi og stærð þeirra 373284 □ faðmar, en um
sama leyti 1863 er tala þeirra einúngis sögð 6032 og stærðin
336533 □ faðmar, og ætti eptir því á þessu eina ári að hafa verið
lagðir niður 745 kálgarðar að stærð 36751 □ faðmar. Vér sögðum
að svo lítur út, sem kálgarðarækt á íslandi liafi farið aptur á þessu
ári, og ekki verður heldur annað ofaná, þegar menn renna augum
yfir tölur þær, sem hér eru tilfærðar, en sú er bót í máli, að
skýrslur sýslumanna að vorri hyggju ekki eru svo áreiðanlegar í
þessu efni sem vera skyldi, og skulum vér færa nokkur rök til þess.
það er þá fyrst, eins og sjálfar skýrslur þær bera með sér, sem
hér eru prentaðar, að í ekki svo fáum hreppum í landinu fiunst
ekki talinn nokkur kálgarður (þetta á sér stað í 42 hreppum, nefni-
*ega í 2 hreppum í Suður-umdæminu, í 12 hreppum í Vestur-
umdæminu, og í 28 hreppum í Norbur- og Austur-umdæminu) og
1 sumum þeirra eru taldir sárfáir (t. a. m. 1 eða 2); en þetla getur
að vorri hyggju ekki verið rétt, því vér efumst mikið um, að nokkur
sa hreppur sé til á íslandi, að í honum finnist enginn búandi, sem
bafi að minnsta kosti kálgarðsmynd, þó aldrei væri meira. J>á er
það annað, sem einnig hlýtur að veikja traustið á embættisskýrslum