Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 731
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
721
ástæður tíl þessa mismunar eru í því fólgnar, bæði að á þessu ári
er meðal útgjaldanna taldir 12000 rd. sem alþíngiskostnaður, þar
sem hann í fyrra ekki var talinn, og svo það, að árið 1864/g5 voru
tekjur af íslandi taldar alls 49227 rd. 36 sk., en á þessu ári, sem
liér ræðir um, eru þær ekki taldar nema 40793 rd. 21 sk., og eru
þá tekjurnar á þessu ári 8434 rd. 15 sk. minni en þær voru
taldar í fyrra, en þetta á helztu rót sína í því, að þar sem gjöld
uppí skyndilán í fyrra voru talin 11913 rd. 30 sk., þá eru þau í ár
ekki talin nema 1477 rd. 15 sk., eða 10436 rd. 15 sk. minna.
þess ber þó að gæta, að það, sem eptir þessu er talið að lagt
verði til íslands úr ríkissjóði á þessu ári, verður í raun réttri tölu-
vert á aðra leið en hér er sagt, og ber það til þessa, að launa-
viðbót sú eptir kornverði til embættismanna á íslandi samkvæmt
lögum 19. febrúar 1861, sem í fjárhagslögunum er talin, á þessu
ári verður engin, og stendur svo á þessu sem nú skal segja. þegar
frumvarpið til fjárhagslaganna var lagt fyrir ríkisþíngið, var ennþá
ekki búið að setja verðlagsskrárnar i Danmörku, og var því í frum-
varpinu, eins og áður er sagt, ætlazt til upphæðarinnar á þessu
eptir meðaltölu um seinustu 10 ár; og þó búið væri að setja verð-
lagsskrárnar áður en fjárhagslögin voru alrædd á þínginu, og kon-
úngur búinn að staðfesta þau með samþykki sínu, þá var samt engin
breytíng gjörð á þessu. En eptir verðlagsskránum fyrir árið 1865
varð verðlagið á hverri tunnu saman lagðri af þeim 4 korntegundum,
sem í þessu efni koma til álits, minna en 4 rd., og launaviðbót
eptir kornverði verður því, eptir því sem fyrir skipað er í áður
nefndum lögum 19. febrúar 1861, á þessu ári engin.
Launaviðbót sú eptir kornverði, sem eptir þvi sem nú hefir
sagt verið ekki kemur til útgjalda á fjárhagsárinu 18G5/gg, er í fjár-
bagslögunum fyrir þetta ár talin á þessa leið:
í útgjaldadáiki A. II .... 3732 rd. 32 sk.
— B. II . . . . 2441 - 16 -
— B. IV . . . . 206 - » -
samtals. . . 6379 rd. 48 sk.
Við þetta atriði, sem nú hefir verið frá skýrt, mínka útgjöld