Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 784
774
BÚNAÐAR-ÁSTAND Á ÍSLANDI.
1854.
fækkun fjárins í hinum einstöku hreppum landsins á þessu eina
ári, sem liér ræðir um. Mest hefir sauðpeníngur að tiltölu fjölgað
í Grindavíkur og Ilafna hreppum í Iíjósar og Gullbríngu sýslu
(70.9 og 67 o af hundraði, eða um rúman helmíng) og þá í Fellna
hrepp í Norður-Múla sýslu, í Dala hrepp í Barðastrandar sýslu og
í Skilmanna hrepp í Borgarfjarðar sýslu (41.5, 35.9 og 35.o af
hundraði, eða um rúman þriðjúng), en minnst hefir fjölgunin verið
í Torfalækjar hrepp í Húnavatns sýslu (ekki nema 0.6 af hundruði
eða hérumbil 6 af 1000) og þá í Ilóls hrepp í ísafjarðar sýslu
(ekki nema 1 af 100). Aptur á hinn bóginn hefir tala sauðfjár-
ins á þessu sama ári að tiltölu fækkað láng mest í Kjalarness hrepp
í Gullbríngu og Kjósar sýslu (38-3 af hundraði, eða um rúman
þriðjúng), og þá í Hvanneyrar hrepp í Eyjafjarðar sýslu (21.4 af
hundr., eða rúmlega um einn limta hluta); en minnst hefir fækkað
í Mosfellssveit í Gullbríngu- og Kjósar sýslu (ekki nema um 0. í af
hundraði, eða hérumbil 1 af 1000), og þa í Leiðvallar hrepp i Skapta-
fells sýslu (hérumbil 2 af 1000).
Á næst undanförnu ári, til fardaga 1863, voru það einkum
geldar ær, sem að tiltölu höfðu Ijölgað töluvert og svo sauðir nokkuð,
þar sem aptur á móti ær með lömbum og gemlíngar höfðu fækkað
töluvert (smbr. III., bls. 656), en á þessu ári, sem hér ræðir um,
á hið gagnstæða sér stað að kalla má, með því að ær með lömbum
og sauðir hafa (jölgað ekki svo litið að tiltölu, en aptur gemlingar
fækkað nokkuð, en mest þó geldar ær. Beri maður nefnilega árin
1863 og 1864 saman, þá hafa ær með lömbpm fjölgað um 22068
tals eða að tillölu 14. i af hundraði, og sauðir og hrútar, eldri en
veturgamlir, um 7732 tals, eða að tiltölu 14.9 af hundraði; en á
hinn bóginn hafa geldar ær fækkað um 19139 tals, eða að tiltölu um
53.2 al' liundraði, en gemlíngar um 10626 tals eða 10.2 af hundraði.
Eins og vér gjörðum við nautpeníng hér að framan (bls. 763),
skal hér sýna hlutfall það, sem í hverju liéraði á landinu var í
fardögum 1864 milli þeirra fjögra flokka, sem sauðfénaði í skýrsl-
unum er skipt í, og kemur það þá fram, að af hverju 100 sauð-
peníngs var á þessu ári þannig skipt: