Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 868
858
UM FJÁUHAG ÍSLANDS.
1866-67.
2. I fjárhagslögunum fyrir árið 18gg og í lögum 19. janúar
1863 gr. 4, um viöbót við fjárhagslögin fyrir árið 18,r;|, voru veittir
1800 rd. eins og lán lil að byggja upp nýja kirkju á Eyri í Skutuls-
firði í Isafjarðar sýslu, og skyldi lán þetta liggja á nefndu presta-
kalli, en borgast aptur með því að greiða 6 af hundraði hverju i
28 ár. Hér eru því í þessu skyni taldir 108 rd.
3. í lögum 29- desember 1857, um viðbót við fjárhagslögin
fyrir árið 18fJ, voru veittir 4000 rd. lil fjárkláðans á íslandi, og
átti að borga þelta aptur úr jafnaðarsjóðum umdæmanna. Afþessum
4000 rd. fékk vestur-umdæmið 2478 rd., en af þeim stóðu eptir
ógoldnir 1600 rd., og var það í fjárhagslögunum l'yrir árið 18^4
leyft, aö borga mætti þessa skuld á þeim 3 árum 1862, 1863 og
1864, með j hluta á ári hverju. Við lok fjárhagsársins 18{j 2 var
skuld þessi einúngis komin niður í 1200 rd , og var því borgunar-
fresturinn fyrir þessum 1200 rd. í fjárhagslögunum fyrir árið 18^
lengdur til ársloka 1866. Amtrnaðurinn heíir nú stúngið upp á,
að helmíngur þessara 1200 rd. væri borgaður árið 1865, og hefir
stjórnarráðið fallizt á það; og því eru hér taldir 600 rd., sem síðasti
liluti þessarar skuldar.
4. í lögum 30. desember 1858, um viðbót við fjárhagslögin
fyrir árið 18gíJ, var ennfremur suður-umdæminu, í tilefni af fjár-
kláðanum á íslandi, veitt leigulaust lán, að upphæð 6000 rd., og
skyldi borga lán þetta aptur með T'a hluta á ári í 12 ár frá 1.
janúar 1864. Ilér eru því taldir 500 rd. sem borgun fyrir 3. árið
eða fyrir árið 1866.
5. Fyrrum sýslumaður í Guilbríngu- og Kjósar sýslu í suður-
umdæmi íslands, A. Baumann, sem fékk lausn í náð með konúngs
úrskurði 22. nóvember 1860, var, ámeðan bann hafði það embætti
á liendur, kominn í sknld lii ríkissjóðsins um 881 rd. 90 sk. Eptir
samkomulagi við hlutaðeiganda er þessu máli nú ráðið til lykta á
þann hátt, að frá 11. júní 1864 skal taka, sem borgun uppí og
leigur af téðri skuld, 95 rd. fyrirfram á ári af eptirlaunum þeim,
sem Baurnanni eru lögð úr ríkissjóði, og skulu þarhjá þeir 800 rd.,
sem hann á sínum tíma hefir sett dómsmálastjórninni í veð fyrir
embættistekjunum, framvegis standa sem veð fyrir því að skuldinm