Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 870
860
UM FJÁKHAG ÍSLANDS.
1866-67.
um manni háður, og yrði hann því að setja það sem nauðsynlegt
skilyrði fyrir, að hann tækist embættið á hendur, að sér væri
veittir liérumbil 700 rd. á ári í launaviðbót. Eptir því sem á stóð,
þótti dómsmálastjórninni skilyrði það, sem Finsen jústizráð þannig
gjörði, bvorki ósanngjarnt né óviðurkvæmilegt, og það því fremur,
sem menn þó verða að játa, þótt ekki sé höfð hliðsjón af ástandi
þess manns sem hér á hlut að máli, að laun þau, sem nú sem
stendur eru lögð stiptamtmannsembæltinu, eru ekki að réttri tiltölu,
hvorki við það, hvað mikilvægt embættið er, og beidur ekki við
fjölda þeirra starfa, sem því eru samfara. Dómsmálastjórnin skrifaðist
því á við fjármálastjórnina, og þá kom báðuin þessum stjórnarráðum
ásamt um, að koma mætti þessu í lag á þá leið, sem bér að framan
er á vikið; en Finsen jústizráð gjörði sig einnig ánægðan með
þetta. Samkvæmt öllu því, sem nú hefir verið sagt, eru laun
stiptamtmannsins á Islandi því bér bækkuð með 400 rd.1 viðbót,
og er þarhjá við tekjugrein IV. 2 gjörð uppástúnga um, að hann
losist við þá áður umgetnu borgun, 269 rd. 15 sk. á ári, uppí lán
til aðgjörðar á stiptamlmannshúsinu.
Enn fremur skal þess getið, að stiptamtmaðurinn hefir embætlis-
bústað og jörð til frjálsrar brúkunar afgjaldslaust.”
Við A. I. 3. „Amtmaðurinn í norður- og austur-umdæminu
hefir einnig embættisbústað ogjörð lil frjálsrar brúkunar afgjaldslaust.”
Við A. I. 4. „Landfógetinn á íslandi hefir jörð til frjálsrar
brúkunar afgjaldslaust.”
Við A. I. 9. „Samkvæmt frumvarpi því, til laga um laun ymsra
embættismanna á íslandi, sem lagt var fyrir bið 14. ríkisþíng Dana,
ætti juslitiarius í hinum íslenzka landsyfirrétti, sem er skipaður í
þetta embælti 31. marz 1856, að fá í laun frá 1. apríl 1866 á ári
2400 rd. J>að má nú af umræðunum á ríkisþínginu um nýnefnt
') Eins og sjá má af ágripinu hér ati framan, þá eru í fjárhagslíigunum taldir
600 rd. sem vihbót vib laun stiptamtmanns, í stab þeirra 400 rd. sem hör
var stúngu) uppá, þvi rikisþínginu þótti tilhlýhilegt ah hœkka þetta, þar þab,
eins og segir í athugagrein hér ab framan vib tekjugrein IV. 2, ekki gat
fallizt á ab stiptamtmanni væri veitt friun frá ah borga hih ákvehna árgjald,
269 rd. 15 sk., uppí lán til ahgjörbar á stiptamtmannshúsinu.