Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Síða 871
1866-67.
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
861
lagafrumvarp gjöra ráð fyrir, að það liafl verið meiníng þíngsins,
að embættismönum þeim, sem eptir frumvarpinu áttu rétt á að fá
launaviðbót eptir embættisaldri á komandi fjárhagsárum, ekki yrði
neitað um þessa launaviðbót, þrátt fyrir breytíngu þá, er gjörð var
á frumvarpinu af þínginu og sem konúngur staðfesti 19. janúar
1863. þessari reglu hefir einnig verið fylgt í fjárhagslögunum fyrir
árin 18g| og 18gg, hvað nokkra íslenzka embættismenn snertir, og
því eru hér laun þessa embættismanns talin 2400 rd.”
Við A. I. 14—20. „Héraðslæknum öllum á íslandi, að fráskild-
um lækninum í Húnavatns og Skagafjarðar sýslum, er annaðhvort
lagt jarðnæði, eða þá í þess stað peníngaupphæð sú, sem hér
er talin.”
Við A. I. 15. „Læknir sá, sem híngaðtil heflr gegnt læknis-
embættinu í Vestmannacyjum, andaðist í febrúar mánuði þ. á., og
embættinu var því slegið upp sem lausu með launum þeim, sem
áður voru lögð hverjum þeirra þriggja ýngstu af liéraðslæknum á
Islandi, nefnilega 500 rd., og var þess uin leið getið, að dóms-
málastjórnin hefði í hyggju í fjárhagslögunum fyrir í hönd faranda
fjárhagsár að útvega manni þeim, sem kynni að verða skipaður í
þetta embætti, þá sömu launaviðbót, sem í lögum 16. janúar 1863
var veitt embættismönnum þeim á Islandi, sem um þær mundir
voru í embæltum eða settir yrði í embætti þau, sem þá værulaus;
en samkvæmt frumvarpi því til nefndra laga, sem lagt var fyrir
ríkisþíngið, var launaviðbót þessi talin þannig, að laun lækna skyldi
í upphafi vera 600 rd. á ári, og skyldi þau hækka með 100 rd,
fyrir hver 3 ár, sem þeir væri í embætti, unz 1000 rd. væru komnir.
Samkvæmt þessu eru laun þessa embættis hér talin með 600 rd.
auk 30 rd. fyrir jarðnæði, og skal þess hér getið, að launahækkun
sú, sem hér er stúngið uppá, er nauðsynleg til þess að geta gjört
sér nokkrar vonir um að þetta embætti, sem enginn ennþá hefir
sókt um, verði skipað. Sömuleiðis má geta þess, að í fjárhagslög-
unum fyrir árið 18{i§ var gjörð lík ákvörðun um læknisembættið í
syðri hluta vestur-umdæmisins.”
Að öðru leyti en því, sem hér að framan segir, eru laun em-
bættismanna þeirra, sem taldir eru í frumvarpinu undir A. I., talin
74*