Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 876
866
UM FJÁRIIAG ÍSLANDS.
1860-67.
þóknun á mánuði hverjum frá 1. ágúst 1862 og fyrst um sinn
ámeðan læknisembættið væri laust. f>óknun þessi var borguð
nefndri yfirsetukonu til október mánaðar loka 1863, en frá þeim
tíma tók Stephensen læknir, sem skipaður var í nefnt embætti 11.
október s. á., öll þau laun, sem embættinu voru lögð, undir sig.
En þar ekki á þeim vetri varð komizt út í eyjarnar úr landi sökum
stormviðra, gat nefndur læknir samt ekki tckizt embættið á hendur
fyrr en í byrjun maí mánaðar næsta ár, og fyrr barst heldur ekki
fregnin um, að hann'væri skipaður í það, út til eyjanna; en um
allan þann tíma og þángaðlil læknirinn kom út, hélt optnefnd
yfirsetukona áfram að veita eyjabúum hjálp í veikindum þeirra.
Stiptamtmaðurinn yflr Islandi hefir því stúngið uppá, að yfir-
setukonu Solveigu Markusen væri veitt eilthvert endurgjald fyrir
starfa sinn um þann tíma, sem leið frá því Stephensen var skipaður
læknir og til þess hann tók við embættinu, eður frá 1. nóvember
1863 til loka apríls mánaðar 1864; og þar það þykir sanngjarnt, að
optnefnd yfirsetukona fyrir starfa sinn í þessa 6 mánuði fái álíka
þóknun, og hún felck áður en embættið var veitt, þá eru hér taldir
60 rd. lii þessa.”
Við A. IV. 10. „J>ar Vestmannaeyíngar ekki hafa haft tækifæri
til að nota lán það, sem þeim var veilt í fjárhagslögunum fyrir
árið 1805/cg lil þess að kaupa þilskip fyrir, þá er hör í þessu skyni
aptur stúngið uppá 1200 rd.”
Við A. IV. 11. „Til þess að stækka stiptamtmannshúsið í
Reykjavík eru hér taldir 1556 rd. Ilvað uppástúngu þessa snertir
skal dómsmálastjórnin geta þess, að eptir því sem sliptamtmaður
hefir skýrt frá, þá má álíta beinlínis nauðsynlegt að embættisbú-
staður þessi verði stækkaður, þar hann hefir þvílíka bresti, að menn
geta ekki sagt að hann sé nokkurnveginn sómasamlegur, hollur og
hentugur bústaður. f>að skal í því skyni einkum tekið fram, að
geyma verður skjalasafn embællisins á ólæstu lopti, þar sem þvottur
er hengdur upp til þerris, og er lopl þetta þarhjá sá eini staður,
þar sem geyma má matvæla forða-, skápa og annað þessháttar, en
ekki verður komizt upp á loptið nema um stiga, sem liggur úr
eldhúsinu, og er því óinögulegt, ef eldur kynni að kvikna í húsinu,