Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 881
1866-67.
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
871
Samkvæmt ágripi því úr fjárhagslögumim fyrir árið 18fifi/c7, sem
prentað er hér að framan, eru tekjur af íslandi á þessu ári alls
taldar 42680 rd. 21 sk., en útgjöld þau, sem talin eru að heinlínis
snerti ísland, eru á sama ári talin alls 72733 rd. 8 sk. það sem
í fjárhagslögunum þannig er talið að lagt sé til Islands úr ríkis-
sjóönum fjárhagsárið 81fi%7 verður þá eptir þessu 30052 rd. 83 sk.
að upphæð, og er það þá einúngis 7325 rd. 48 sk. minna en
það var talið eptir fjárhagslögunum fyrir árið 18°%c (smbr. Lhssk.
III., bls. 720), og voru þó á því ári taldir meðal útgjaldanna 12000
rd. sem alþíngiskostnaður, en það er 14320 rd. 25 sk. meira en
það var talið eptir fjárhagslögunum fyrir árið 18fi%5 (smbr. Lhssk.
III., bls. 475), en á því ári var enginn alþíngiskostnaður talinn.
Sýnir þetta meðal annars, að útgjöld Islands fara æ vaxandi, og það
ekki svo lítið; en það eru einkum laun embættismanna sem hafa
aukizt svo mjög á síðustu árunum og fara stöðugt vaxandi.
fess ber þó að gæta, að það, sem eptir þessu er talið að
lagt verði til íslands úr ríkissjóði á þessu ári, verður í raun
réttri nokkuð á aðra leið en hér er sagt, og nokkuð minna; en
það ber til þessa, að launaviðbót sú eptir kornverði til embættis-
manua ú íslandi samkvæmt lögum 19. febrúar 1861, sem í fjár-
bagslögunum er talin í útgjaldadálkunum A. II., B. II. og B. IV.,
verður nokkuð meiri en hún þar er talin, og stendur svo á þessu
sem nú skal segja. þegar frumvarpið til fjárhagslaganna var
lagt fyrir ríkisþíngið, var ennþá ekki búið að setja verðlagsskrárnar
í Danmörku, og var því í frumvarpinu, eins og áður er sagt, ætlazt
til upphæðarinnar á þessu eptir mebaltölu um seinuslu 10 ár; og
þó búið væri að setja verðlagsskrárnar áður en fjárhagslögin voru
alrædd á þínginu, og konúngur búinn að staðfesta þau með sam-
Þykki sínu, þá var samt engin breytíng gjörð á þessu. En eptir
verðlagsskránum fyrir árið 1866 varð verðlagið á hverri tunnu
saman lagðri af þeim 4 korntcgundum, sem í þessu efni koma
61 álits, meir en 6 rd., og launaviðbót sú, sem embættismenn á
Islandi eptir reglunum í áðurnefndum Iögum fá úr ríkissjóði á
t'öikníngsárinu 18G<5/o7, verður því þessi sem hér skal telja: