Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 47
EMRÆTTISMANNATAI, Á ÍSLANDI.
37
ISfifl.
Auk Jiessava er dómkirkjuprestinum í Ileykjavík lagðir 400 rd. á ári
úr ríkissjóði, og er hann þannig sá eini prestur á íslandi, sem að
nokkru leyli hefir laun úr ríkissjóði. Enn fremur má geta þess,
1100 rd. eru ætlaðir úr ríkissjóði á ári til launa handa þessum
embættismönnum við latínuskólann, sem ekki eru skipaðir af kou-
úngi, nefnilega: umsjónarmanni, kennara í saung, kennara í fimleikum
°g húsverði.
Hvað þessu næst andlega kennimenn sér í lagi snertir,
M hafa síðan um árslokin 1861 tvær mjög merkilegar ákvarðanir
verið gefnar þessari stétt viðvíkjandi, og skal þvi hér skýra nokkuð
8jör frá þessu.
Bin fyrsta ákvörðun er sú, að í konúngs úrskurði 24. febrúar
1865 segir, (lað aftekin sé skylda sú, er með konúngsbréfum 10.
maí 1737 og 2. desember 1791 og konúngs úrskurði 17. maí 1862
er lögð á herðar sumpart þeim, er útskrifast úr hinum lærða skóla
á Islandi, og sumpart þeim, er úllærðir eru frá preslaskólanum í
^eykjavík, til að taka viS brauðum á Islandi í vissum tilfellum; en
aÖ stiptsyfirvöldunum á íslandi þar á móti sé veitt vald til þess,
Þegar brauð losnar og það hefir kunngjört verið um lögákveðinn
tíma, án þess nokkur hafi um það sókt, sem til þess væri hæfur,
a& heita því, um leið og kunngjört er á ný, að brauðið sé laust,
að sá, sem brauðið verði veitt, megi, þegar hann sé búinn að þjóna
Þvi sómasamlega í þrjú ár, eiga von á að hafa forgöngurétt fyrir
öðrum til hins fyrsta brauðs, er hann sæki um, ef tekjur þess
örauðs séu eigi hærri en 450 rd, eptir brauðamatsgjörðinni frá
1853, og ef enginu sækir um brauðið, eptir að kunngjört hefir verið
á ný að það sé iaust, þá skuli stiptsyfirvöldunum þar að auki falið
að fá sérstaklega einhvern mann, er hæfur sé til prestsskapar, til
að sækja um embættið með þeim kjörum, er nú var sagt.” þessi
konúngsúrskurður er svo merkilegur, að ekki þarf frekar að útlista
það, en um ástæðurnar fyrir honum má vísa til neðanmálsgreinar í
uTíðindum um stjórnarmálefni íslands” II. bindi, bls. 150—153.
Hin önnur ákvörðun er tilskipun 15. desember 1865 (sem þó
ekki öðlast lagagildi fyrr en 6. júní 1867), er nákvæmar ákveður
ýmislegt viðvíkjandi prestaköllum á ísiandi, og er aptanvið hana