Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 48
38
EMBÆTTISMANNATAL Á ÍSLANDI.
löOli.
prentað brauðamat á íslandi, samið árið 1853 og aliramildilegast
staðfest með koiuings úrskurði 15. desember 1865. þetta lagaboð
er svo merkilegt, að vér ekki getum undanfellt hér að fara nokkr-
um orðum um hverja grein þess, en skulum þar hjá geta þess, að í
skýrslunni hér að framan, þar sem taldir eru prestar á Islandi, eru
við sérhvert prestakall settar tekjur þess í dala og skildínga tali
samkvæmt ofannefndu brauðamati.
í 1. grein þessarar tilskipunar er prestaköllum á íslandi skipt
í flokka eptir tekjum þeirra, sem taldar eru eptir ofannefndri
brauðamatsgjörð, en skal þó endurskoðuð á hverjum 15 ára fresti;
en flokkarnir eru þessir:
1. Aðalbrauð með 700 rd. tekjnm og þar fram ytir.
2. Betri meðalbrauð með 500—700 rd. tekjum.
3. Lakari meðalbrauð með 350—500 rd. tekjum.
4. Fátæk brauð með minni tekjum en 350 rd. á ári.
Eptir þessu eru á íslandi nú sem stendur:
í 1. fiokki......................8 prestaköll, eða 4.7 af 100
í 2. —.........................9 —, - 5.3 - —
i 3. — ........................ 38 - 22.a - —
í 4. —........................116 —, - 67. s - —; eða
meir en helmíngur brauðanna á íslandi eru talin meðal fátækra
brauða.
í 2. gr. er skipað fyrir um veitíngu brauðanna, og veitir kon-
úngur sjálfur aðalbrauðin, en stiptsyíirvöldin á íslandi hin öll, þó
svo, að sækja skal um staðfeslíngu konúngs á veitíngarbréfum fyrir
prestaköllum í 2. og 3. flokki. Prestaköll þau, sem samkvæmt
þessu nú sem stendur verða veitt af konúngi sjálfum, eru þessi 8:
Breiðabólstaður í Fljótshlíð, Garðar á Alptanesi, Grenjaðarstaður,
Hítardalur, Hof í Vopnafirði, Oddi, Reykjavík og Vestmannaeyjar.
þarámóti eru 47 prestaköll, þar sem þarf konúnglegrar staðfestingar
við, en þau eru þessi: Arnarbæli, Barð í Fljótum, Borgar þíng,
Breiðabólstaður í Vesturhópi, Eyri við Skutulsfjörð, Gaulverjabær,
Glaumbær, llelgafell, Heydalir, Hítarnes þíng, Hjaltastaður, Hof í
Álptafirði, Hólar í Hjaltadal, Hólmar, Holt undir Eyjafjöllum, Holt í
Önundarfirði, Hrafnagil, Hraungerði, Hruni, Hvammur í Hvamms-