Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Síða 102
92
VERZLAN Á ÍSLANDI.
1804—65.
flutt til Suður-umdæmisins, nefnilega 37,800 pottar, en til hinna
umdæmanna að samtöldu ekki nema 6,788 potlar.
Kaffebaunir fluttust á þessu ári til alls landsins samtals
420,298 pund, og þar af til Suður-umdæmisins 201,123 pund, en
ekki nema 99,125 pund til Vestur-umdæmisins og 120,050 pund
til Norður- og Austur-umdæmisins. Hefir þá eptir þessu verið flutt
nær því eins mikið af þessari vöru til Suður-urndæmisins eins og
til beggja hinna, og er það mjög líkt og það var árin 1849 og
1862, en aptur ólíkara árinu 1855 (smbr. I., bls. 75 og 574, og
III., bls. 587). Kafferót, sem náskyld er þessari vörutegund, er
fyrst talin í skýrslunum fyrir árin 1862 og 1863, en árið 1865
hefir lángmest af henui verið llutt til Suður-umdæmisins, nefnilega
67,840 pund af þeim 109,639 pundum, sem alls fluttust tii íslands
á því ári (til Reykjavíkur kaupstaðar eins 42,989 pund, eða eins
mikið og til beggja hinna umdæmanna að samtöldu), en til Vestur-
umdæmisins fluttust 19,765 pund, og til Norður- og Austur-umdæm-
isins 22,034 pund (árið 1862 ekkert).
Af aliskonar sykri fluttust árið 1865 samtals til ails íslands
572,117 pund, og þaraf mest til Suður-umdæmisins, eða 232,260
pund, en til Norður- og Austur-umdæmisins 215,283 pund og til
Vestur-umdæmisins ekki nema 124,574 pund; hlutfallið milli um-
dæmanna er því líkt og það heflr verið að undanförnu (smbr. I.,
bls. 75 og bls. 575 og III., bls. 587). Skoði maður hverja sykur-
tegund sér, þá var mest flutt til Suður-umdæmisins af kandís-sykri,
eða 153,667 pund af 390,425 pundum, sem flutt voru til alls landsins;
af hvítasykri aptur á móti var mest flutt til Norbur- og Austur-um-
dæmisins, eða 63,934 pund af 138,946 pundum til alls landsins;
en af púðursykri var aðflutnínguriun mjög líkur til Suður-umdæm-
isins og til Norður- og Austur-umdæmisins, en til Vestur-umdæm-
isins fluttust einúngis 3770 pund af þeim 42,746 pundum, sem
flutt var tii alis landsins. Hér má einnig telja síróp; en af þvi
fluttist lángmest til Suður-umdæmisins, og til Reykjavíkur kaup-
staðar eins 7973 pund, eða nærri því helmíngur þess, sem af
þessari vörutegund var flutt til alls landsins, en það voru 17,507
pund.