Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 103
1864—65.
VERZLAN Á ÍSLANDI.
93
Af allskonar tóbaki fluttust árið 1865 alls 123,231 pund til
íslands, og af þeim mest til Norður- og Austur-umdæmisins, eða
51,728 pund, og svo tii Suður-umdæmisins 45,834 pund, en ekki
nema 25,669 pund til Vestur-umdæmisins, og er þetta nokkuð ólíkt
og það var árið 1862 (smbr. III., bls. 587 og 588). Eins og að
undanförnu var aðflutníngurinn lángmestur af neftóbaki, nefniiega
62,884 pund, eða rúmlega eins mikið og af hinum tóbakstegund-
unum samtöldum. Hér má einnig telja vindla, og hafa þeir ekki
fyrr verið taldir í verzlunarskýrslunum; en á þessu ári er talið að
af þeim haíi verið fluttir til íslands 236,100 tals, og er hlutfallið
milli umdæmanna, hvað aðflutning á þessari vörutegund snertir,
nokkurnveginn líkt, en þó heflr mest verið flutt til Norður- og
Austur-umdæmisins.
Um salt er að vísu sama og áður hefir átt sér stað, að mest er
flutt af því tii Suður-umdæmisins, en þó er munurinn á umdæmum
landsins livergi nærri eins mikill og verið hefir. Árið 1865 fluttust
nefnilega alls 10,291 tunuur af salti til alls íslands, en af þessum
aðflutníngi komu 5526 tunnur á Suður-umdæmið, 3695 tunnur á
Vestur-umdæmið, og ekki nema 1070 tunnur á Norður- og Austur-
umdæmið; af kaupstöðum landsins var mest flutt til ísafjarðar af
þessari vörutegund, eða 2641 tunna (nær því helmíngi meira en til
Reykjavíkur), og svo til Vestmannaeyja; en það gefur að skilja, að
aðflutníngur á þessari vöru fer mjög svo mikið eptir því, hvernig
sjáfaraflinn, einkum þorskaflinn, heppnast í veiðistöðum landsins.
Af steinkoium heflr árið 1865 verið flutt til íslands alls 20,015
tunnur, og þaraf til Suður-umdæmisins eins 13,687 tunnur (til
Reykjavíkur 12,315 tunnur, sem er miklu meir en helmíngur alls
þess sem flutt var til landsins), til Norður- og Austur-umdæmisins
5382 tunnur, en til Vestur-umdæmisins ekki nema 946 tunnur.
Hlutfallið milli umdæmanna er því á þessu ári mjög ólíkt, og miklu
ólíkara en það nokkru sinni áður hefir verið (smbr. I., bls. 575, og
III., 588).
Eins og áður hefir átt sér stað, þá er ekki teljandi að hampur
á þessu ári hafi verið fluttur nema til Suður-umdæmisins, einkum
til Reykjavíkur; því af þeim 32,654 pundum, sem af þessari vöru-