Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Síða 108
98
VERZLAN Á Í8LANDI.
1861-65.
hafrar, baunir, jarðepli, romm, neftóbak, vindlar, salt, borð, korkur,
litunartré, álún, látún, hestajárn, skóflur, sagarblöð, lásar, band-
prjónar, bnappar, speiglar, lérept, herðaklúlar, léreptsklútar, axla-
bönd, hörtvinni og ullargarn eða áles. Aptur á liinn bóginn hefir
aðflutníngur árið 1865 vcrið meiri en næst undanfarið ár á binum
öðrum 70 vörutegundum, sem í skýrslunum eru taldar, og á mörgum
þeirra svo töluverðu nemur; en meðal binna belztu vörutegunda, sem
þetta á sör slað um, má bér einkum taka fram: alla kornvöru, að frá-
töldu byggi, böl'rum og baunum, hveitimjöl, bjór, allskonar sykur,
kaffebaunir og kafl'erót, steinkol o. s. frv., og mætti þó telja miklu fleiri.
f>á er að skoða skýrslurnar C og D yílr vörur fluttar frá ís-
landi á árunum 1864 og 1865, og skal þá einnig hér, eins og
gjört var um innfluttar vörur, taka skýrsluna fyrir árið 1865 til
samanburðar og yfirvegunar.
Af fiski (saltfiski og hörðum fiski) var á því hér umrædda ári
flutt frá íslandi alls 8326 skippund. Eins og að undanförnu var
lángmest af þessu ílutt frá Suður-umdæminu, nefnilega 4615 skip-
pund (einkuin frá Reykjavíkur kaupstað og Gullbríngu sýslu; frá
þeim nefnilega 4124 skippund, eða nær því lielmíngur alls þess
sem fluttist frá öllu landinu), og svo frá Vestur-umdæminu 3694
skippund (þiiðan einkum frá ísafjarðar sýslu, eða 2683 skippund);
en það er varla teljanda, sem af þessari vöru var flutt frá Norður-
og Austur-umdæminu (ekki nema ein 17 skippund, og það einúngis
frá Suður-Múla sýslu). Söltuð hrogn hafa eins og að undan-
förnu eingaungu verið flutt frá Suður-umdæminu, einkum frá Reykja-
víkur kaupstað (nefnilega 256 tunnur af 452 tunnum, sem á þessu
ári alls fluttust af þessari vörutegund). Söltuð síld hefir ekki
verið flutt út á þessu ári, enda hefir á seinni árum útflutníngur á
þeirri vöru verið svo litill, árið 1862 t. a. m. einar 3 tunnur frá
öllu landinu, að það er varla teljanda. Af söltuðum laxi er á
þessu ári sagt að flutt hafi verið út alls 208 lísipund, og er þetta
lítilræði að kalla má einúngis flutt frá Norður- og Austurumdæminu
(frá Stranda sýslu ein 48 lísipund).