Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 109
1884-65.
VEKZLAN Á ÍSLANDI.
99
Af lýsi (og er þar talið allskonar lýsi, bæði þorskalýsi, hval-
lýsi, hákarlslýsi og selslýsi) hefir á þessu ári fluzt alls 9520tunnur.
Lángmestur hefir útflntníngurinn verið frá Norður- og Austur-um-
dæminu, nefnilega 5009 tunnur, eða rúmlega eins rnikið og frá
báðLm hinum umdæmunum; þá frá Vestur-umdæminu 3278 tunnur,
en frá Suður-umdæminu ekki nema 1233 tunnur. Hlutfallið milli
umdæmanna er því æði ólíkt því sem verið heör að undanförnu
(smbr. I., bls. 576 og III., bls. 593).
Saltað kjöt hefir eins og undanfarin ár að kalla má ein-
gaungu verið flutt frá Norður- og Austur- umdæminu, nefnilega
685 tunnur af 716 tunnum, sem alls fluttust frá landinu Cfiá Suður-
umdæminu 31 tunna, en ekkert frá Vestur-umdæminu).
Hvað útflutníng af tólg snertir á þessu ári, þá skarar Norður-
og Austur-umdæmið lángt framúr hinum umdæmunum að þessu.
J>etta ár fluttust nefnilega alls frá öllu landinu 419,267 pund, en
af því var flutt frá Norður- og Austur-umdæminu einu 313,038
pund, eða hérumbil þrefalt meira en frá hinum báðum umdæm-
unum að samtöldu; því frá Suður-umdæminu fluttust 85,287 pund,
en frá Vestur-umdæminu einúngis 20,942 pund. f>að er að öðru
leyti merkilegt, að frá ísafjarðar sýslu er alls ekki neitt talið að
flutt hafi verið út af þessari vöru, og frá Uarðastrandar sýslu ein-
úngis 510 pund, sem varla er teljanda.
f>á kemur ullin. Af þessari vörutegund (og er hér bæði
talin hvít ull, svört ull og mislit) fluttust á þessu ári samtals frá
öllu landinu 1,392,055 pund. Hér kemur einnig að hinu sama,
nefnilega að Norður- og Austur-umdæmið skarar lángt fram úr
hinum umdæmunum að því, hvað út hefir verið ílutt á þessu ári
af þessari vörutegund. |>annig fluttust frá Norður- og Austur-um-
dæminu 733,740 pund, eða rúmur helmíngur þess, sem út hefir
verið flutt frá öllu landinu; frá Suður-umdæminu voru flutt 424,957
pund, en frá Vestur-umdæminu ekki nema 233,358 pund, eða rúmur
helmíngur þess sem fluttist frá Suðurlandi.
Tóvara hefir eins og áður mest og að kalla má eingaungu
verið flutt frá Norður- og Auslur-umdæminu, einkum frá Eyja-
fjarðar sýslu, og svo nokkuð frá Vestur-umdæminu; þó er þaðan