Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 110
100
VEHZLAN A ÍSLANDI.
1864—18G5.
ekki flutt nema eingirnis prjónles og nokkuð af sjóvetlíngum.
Aptur á móti er ekkert af þessari vöru flutt frá Suður-umdæminu,
að undanskildu því, að lítið eitt er talið flutt af sjóvetlíngum frá
Reykjavíkur kaupslað (ekki nema 177 pör). þannig hefir verið
flutt á þessu ári frá Norður- og Austur-umdæminu: af peisum:
143 pör (en ekkert frá hvorugu hinna umdæmanna), af sokkum
34,496 pör af 34.645 pörum, og af sjóvetlíngum 9,499 pör af
14,736 pörum. Iláleistar voru einúngis fluttir frá Norður- og
Austur-umdæminu, nefnilega 37,101 pör, en af 1325 pörum fíngra-
vetlínga, sein á þessu ári voru flultir frá Islandi, voru einúngis
12 pör flutt frá Vestur-umdæminu, en hitt frá Norður- og Austur-
umdæminu. Líkt er að segja um vaðmál, að það lítið sem á
þessu ári var flutt frá íslandi, var að kalla má einúngis frá Norður-
og Austur-umdæminu, því það voru einar 8 álnir sem flultust frá
Vestur-umdæminu.
Af æðardún fluttist á þessu ári, eins og að undanförnu,
lángmest frá Vestur-umdæminu, eða nær því eins mikið og frá
báðum hinum umdæmunum samtöldum, það er að skilja 3485
pund af 7017 pundum; frá Suður-umdæminu fluttust 1554 pund,
en frá Norður- og Austur-umdæminu 1978 pund, og verður þá
blutfallið milli umdæmanna líkt og áður hefir verið (smbr. I., bls.
576, og III., bls. 593). Af fiðri hefir einnig á þessu ári eins og
að undanförnu verið flutt lángmest úr Vestmannaeyjum (11,898
pund af 25,796 pundum sem fluttust frá öllu landinu), en þó er
blutfallið bvsna ólikt því sem það var árið 1862 (smbr. III., bls.
593). Af álptafjöðrum fluttist mest frá Vestur-umdæminu,
nefnilega 16,100 tals af 26,450 tals frá öllu landinu.
Af skinnavöru er líkt um úlflutníng á þessu ári frá hinum
ymsu héruðum landsins, neraa hvað söltuð sauðskinn að kalla
má eingaungu, og hafurstökur eingaungu hafa verið flutt frá
Norður- og Auslur-umdæminu. {>ar á móti heflr útflutníngur af
lambskinnum, þótt mikill hafi verið, ekki verið eins ólikur frá
umdæmum landsins og árið 1862 (smbr. III., bls. 594).
Lifandi hestar hafa á þessu ári eins og að undanförnu
lángílestir verið fluttir frá Reykjavíkur kaupstað, nefnilega tals 307