Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 264
254
OM FJÁIiHAG ÍSLANDS.
1807—68.
leiðit' af því, að hann er skipaður bæjarfógeti í hinum nýja kaup-
stað, og skal í þessu tilliti benda til þess, að þegar verzlunarstað-
urinn Akureyri var gjörður að kaupstað og sýslumaðurinn í Eyja-
fjarðar sýslu var ásamt skipaður bæjarfógeti í þeim kaupstað, þá
var þessum embættismanni í fjárhagslögunum veittir 200 rd. á ári í
laun sem bæjarfógeta. J>ess skal enn fremur getið, að ekki eru
líkindi til að íleiri verzlunarstaðir á íslandi fyrst um sinn verði
gjörðir að kaupstöðum.
Sökum alls þess, sem nú heflr verið talið, heflr stjórnarráðinu
þókt ástæða lil að biðja ríkisþíngið um leyfl til þess, að gjalda
megi ofannefnda 200 rd. úr ríkissjóði, og skal þess að endíngu
getið, að skrifazt heflr verið á við fjárhagsstjórnina um þetta mál,
og heflr hún ekki haft neitt á móti því.”
Við A. I. 14 og 17. „Samkvæmt frumvarpi því tii laga um
laun ýmsra embættismauna á íslandi, sem lagt var fyrir liið 14-
ríkisþíng Dana, ætti landlæknirinn á íslandi, sem er skipaður í þelta
embætti 18. september 1855, að fá í laun frá 1. október 1867 á
ári 1400 rd., í stað þess að hann nú ekki fær nema 1300 rd. á ári;
og sömuleiðis ætli héraðslæknirinn í nyrðra umdæmi Vestur-amts-
ins, sem skipaður er í það embætti 6. febrúar 1865, frá 1. marz
1868 að fá í lauu 700 rd. á ári í stað 600 rd., sem hann nú heflr.
|>að má nú af umræðunum á rikisþínginu um nýnefnt lagafrumvarp
gjöra ráð fyrir, að það hafa verið meiníng þíngsins, að embættis-
mönnum þeim, sem eptir frumvarpinu áttu rétl á að fá launavið-
bót eptir embættisaldri á komandi fjárhagsárum, ekki yrði neitað
um þessa launaviðbót, þrátt fyrir breytíngu þá, er gjörð var á frum-
varpinu af þínginu og sem konúngur staðfesti 19. janúar 1863, og
heflr þessari reglu einnig verið fylgt í Ijárhagslögunum fyrir árin
1864/gö, 1865/ij6 og 1866/67. Samkvæmt því, sem nú heflr verið sagt,
eru því laun nefndra embætlismanna hér talin þannig, að laun
landlæknis eru talin 1350 rd., en laun héraðslæknis í nyrðra um-
dæmi Vesturamtsins 608 rd. 32 sk.”
Við A. I. 15—21. (Jléraðslæknum öllum á Islandi, að fráskildum
lækninum í Húnavatns og Skagaljarðar sýslum, er annaðhvort lagt
jarðnæði, eða þá í þess stað peníngaupphæð sú, sem hér er talin.”