Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 268
258
UM FJÁliHAQ ÍSLANDS.
1867—68.
eyri áður en aðgjörðin á amtmannssetrinu hófst, þá lítur þó svo
út sein sanngirni mæli með því, að hinn umbeðni húsaleigustyrkur
verði veittur honum fyrir það ár, sem á aðgjörðinni á embættis-
bústað hans stendur, þareð aðgjörð þessi er svo umfángsmikil, að
amtmaðurinn ekki getur haft minnstu not af bústaðnum í heilt ár,
og er hann því neyddur til að taka sér bústað annarstaðar; þess-
vegna hefir hér verið stúngið uppá 230 rd. til þessa.’’
Við A. IV. 9. £(Eptir skýrslu stiptamtmannsins á íslandi og
upplýsíngum þeim, er henni fylgðu, er Reykjavíkur dómkirkja, sem
er ríkiseign, nú í svo hrörlegu standi, að nauðsyn er á að hún fái
aðalviðgjörð. Einkum er þak dómkirkjunnar orðið svo lélegt, að
það hvorki heldur regni né snjó, svo húsinu er hætt við skemdum,
og þarhjá er einnig mikili hluti veggjanna, einkum hornstólparnir
sem uppúr skaga, sumpart falinir og sumpart komnir að falli, og
geta þessvegna ekki varið regni og raka; kirkjan innan heflr þess-
vegna víða orðið fyrir skemdum, bæði á viðum öllum og bitum, og
svo einnig á gluggum og gipsfyllíngum. Stiptamtmaðurinn heflr
þessu næst látið búa til og sent til stjórnarinuar tvær áætlanir um
kostnað þann, sem rnundi rísa af aðgjörð kirkjunnar, og kemur það
þá fram, að til þéss að gjöra við húsið til hlítar mundi þurfa
5350 rd., en væri aðgjörðin ekki látin vera meiri en svo, að hún
einúngis gæti varið kirkjuua fyrir bráðri eyðileggíngu, mundi mega
láta sér nægja með hérumbil 2150 rd.; en í hvorutveggju þessara
áætlana er gjört ráð fyrir, að gjört verði að viðum, gluggum, lopti
og veggjum að innan, og er þarhjá álitið með öllu nauðsynlegt að
leggja nýtt þak á húsið og setja á það nýjar þakrennur og nýja
bunustokka. í áætlun þeirri, sem telur þann hinn minni kostnað,
er þarhjá gjört ráð fyrir, að bæta megi veggi kirkjunnar að utan-
verðu með þvf móti, að í hornstólpana væri haft íslenzkt hraungrjót,
en veggina sjálfa skyldi þarhjá meitla allstaðar þar sem þeir hefði
orðið fyrir skemdum, og þarlijá setja á þá alla nýtt hýði úr múr-
lími; en aptur á hinn bóginn er í hinni áætluninni tekið fram, að
meitla skuli allan þann hluta af útveggjum kirkjunnar, sem byggður
er úr tígulsteini, að dýpt sem svari hérumbil hálfri lígulsteins-lengd,