Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 269
1867—68.
DM FJÁRHAG ÍSLANDS.
259
Og skuli síðan þan' líma fjögra þumlúnga þykkt hraungrjót utanum
alla tígulsteinsveggina.
þar nú reynslan lieQr sýnt, að einúngis veggir þeir, sem gjörðir
eru úr hraungrjóti og eru með múrlímshýði, geta staðizt áhrit
veðráttufarsins á Islandi, sem svo er hart og rakasamt, þá áleit
dómsmálastjórnin, að hentugast væri að fara eptir þeirri hinni síðar
nefndu áætlun, þareð menn með því móti gœti haft vissu fvrir því,
að aðgjörðin yrði endíngargóð; en þar fjárhagsstjórnin ekki heflr
þókzt geta samþykkt, að á ríkissjóðinn væri lögð svo mikil gjöld,
sem til þessa þyrfli, þá hefir dómsmálastjóruin hér orðið að láta
sér nægja með það, að stínga uppá 2000 rd. til þessa.
Við A. IV. 10. „Möðruvalla klausturs kirkja í Eyjafjarðar sýslu
1 Norður- og Austurumdæminu á Islandi, sem er ríkiseign, brann
W kaldra kola 5. marz 1865. Voru siðan um þenna alburð tekin
réttarpróf, án þess þó að nokkuð það yrði upplýst, sem gæti bakað
nokkrum manni hegníngu eða skyldað nokkurn til uppbótai í þessu
efni, 0g gjörði hlutaðeigandi amtmaður þá strax ráðstöfun fyrir þvi,
að kirkjan væri byggð upp aptur fyrir penínga þá, sem hún á í sjóði,
°8 sem í lok fardagaársins 1865/e6 voru hérumbil 4060 rd.; en af
Þessari upphæð voru samt 6í0 rd. ekki handbærir, þar þeir hafa
'erið lánaðir út með þeim skilmálum, að borga skyldi þá aptur a
hlteknum gjalddögum. það hefir nú samt sýnt sig, að sjóður þessi
er óuógur til þess að byggja kirkjuna upp aptur og til þess að út-
'ega henni nauðsynleg áhöld og skrúða, þvi nú þegar er til þessa
búið að verja nokkru meira en 3500 rd., en útgjöld þau, sem
ennþá útheimtast, eru metin hérumbil 1700 rd., og amtmaðurinn
1 Norður- og Austurumdæminu hefir því sent dómsmálastjórninni
Ueiðni um, að hanu í þessu skyni fengi hérumbil 1800 rd. til um-
ráða.
þar nú tekjur nefndrar kirkju ekki renna i ríkissjóð, heldur þai
á móti eru lagðar fyrir eins og sérstaklegur sjóður kirkjunnar, þa
hefir dómsmálastjórninni ekki þótt vera ástæða til, að peníngaupphæð
i?essi verði veitt sem gjöf, heldur að það sé skoðað sem leigulaust
*án, en þó með þeim skilmálum, að þángað til skuldinni sé lokið
skuli renna í ríkissjóð bæði afgángstekjur kirkjunnar, sem á áii
21*