Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 274
264
UM FJÁUHAG ÍSLANDS.
1867—68.
þrátt fyrir þetta heflr stjórnarráðinu samt þótt vera ástæða til, eptir
því sem ástatt er, að leita lil ríkisþíngsins um að veita penínga-
upphæð þá, sem þarf til þess að Helgi prestur geti orðið skipaður
í embættið með kjörum þeim, sem hann hefir áskilið, og sem ekki
má álíta í neinu tilliti ósanngjörn, þegar litið er til þess, að hann
þjónar einhverju hinu bezta prestakalli á Islandi. þess skal enn-
fremur þarhjá getið, að Helgi prestur Hálfdanarson, sem árið 1854
tók embættispróf í guðfræði með beztu einkunn við Kaupmanna-
hafnar háskóla, hefir síðan þjónað í prestsembætti nú í 11 ár, og
hefir hann eptir vitnisburðum yflrmanna sinna ætið komið fram í
þessari stöðu sinni sem ágætur prédikari og barnauppfræðari, en
þetta eru þeir eiginlegleikar, sem einkum eru áríðandi fyrir kennara
við þesskonar stofnun, sem prestaskólinn er, þar sem einkum skal
fræða lærisveinana í öllum verklegum fræðum. Helgi prestur Hálf-
danarson hefir þarhjá, sökum mentunar sinnar og hegðunar, i alla
staði áunnið sér framúrskarandi og verðskuldaða virðíngu hjá
prestastéttinni á íslandi, og það er því full ástæða til að álíta, að
það mundi verða til góðs fyrir prestaskólann og auka álit hans, ef
Helgi prestur væri skipaður kennari við hann.”
Við B. I. 7 og 9. „Samkvæmt frumvarpinu til laga 19. janúar
1863, ætti yflrkennari við latínuskólann í Reykjavík, sern skipaður
er í þab embætti 1. október 1862, að fá í laun frá 1. október 1867
á ári 1200 rd., í stað þess að hann nú ekki heflr meiri laun en
900 rd. og í húsaleigu 150 rd.; og sömuleiðis ætti annar kennari
við sama skóla, sem skipaður er í embætti 26. maí 1852, að fá i
laun á ári 1000 rd. frá 1. júní 1867, þar sem hann nú einúngis
hefir 900 rd. Laun þessara embættismanna eru hér þvi talin á þá
leið, að yfirkennarinn færll25rd., en annar kennari 983 rd. 32 sk.,
og skal þess þarhjá getið, að húsaleiga sú, sem til þessa hefir
verið lögð yfirkennaranum, hlýtur að falla burt frá þeim tíma, sem
hann fær launaviðbót eptir embættisaldri.”
Að öðru leyti en því, sem hér að framan segir, eru laun em-
bættismanna þeirra, sem taldir eru í frumvarpinu undir B. I., talin
eins og í fjárhagslögunum fyrir árið 1866/67.