Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Side 380
370
VERZLAN á íslandi.
1866.
Taki maður þá fyrst skýrsluna A um aðflultar vörur á þessu
ári til yfirvegunar, þá sýnir það sig, að af kornvörum þeim
(rúgur, bygg, liafrar, bánkabygg, baunir, bygg- og bóghveitigrjón
og rúgmjöl), sem fluttust til íslands árið 1866, og sem samtals
voru 59,570 tunnur (árið 1862 voru það ekki nema 49,081 tunnur,
smbr. III., bls. 586), flutlust 20,318 tunnur lil Suður-umdærnisins,
11,368 tunnur til Vestur-umdæmisins og 27,884 tunnur til Norður-
og Austurumdæmisins; blutfallið milli umdæmanna er þvi á þessu
ári mjög líkt og áður hefir verið, nefnilega að töluvert meira er
flutt af kornvöru til Norður- og Austur-umdæmisins en til livors
binna (smbr. I., bls. 75 og 574, III., bls. 586 og IV., bls. 91).
Mestur var aðflutníngurinn, eins á þessu ári og að undanförnu, af
rúgi, nefnilega 31,869 tunnur, eða rúmlega eins mikið og af hinum
korntegundunum samtöldum.
Af brauði (hveitibrauð allskonar og svartabrauð) fluttust þetta
ár til alls íslands 249,001 pund, nefnilega til Suðurumdæmisins
93,151 pund, til Vestnr-umdæmisins 57,691 pund, og lil Norður-
og Austur-umdæmisins 98,159 pund; heflr þá eptir þessu verið
líkt um aðflutníng á þessari vöru til Suður-umdæmisins og til
Norður- og Austur-umdæmisins, og er það líkt og áður heflr verið.
í samanburði við hveitibrauð er aðflutníngurinn á svartabrauði á
seínni árum varla teljandi, því á þessu ári fluttust af hinni síðar
nefndu brauðtegund ekki nema 19,445 pund, eða bérumbil tólfti
hluti mót hveitibrauði.
Af ölfaungum (brennivín, romm, púnsextrakt, vín, kryddvín,
mjöður og bjór), fluttust þetla ár samtals til íslands 654,366 pottar,
og þar af til Suður-umdæmisins 251,470 pottar, til Vestur-umdæm-
isins 96,513 pottar, en til Norður-umdæmisins 306,383 pollar, eða
nærri því eins mikið og til beggja hinna umdæmanna að samtöldu-
Að undanförnu heflr það verið Suður-umdæmið, sem í þessu hefir
skarað fram úr hinum, en árið 1865, og þó einkum árið 1866, er
lángmestur aðflntníngur af ölfaungum lil Norður- og Austur-um-
dæmisins (smbr. I., bls. 75 og IV., bls. 91). Sama verður ofaná,
þegar menn skoða hverja tegund ölfánga þeirra, sem hér eru talin,
nefnilega að mest hefir á þessu ári verið flutt til Norður- og Austur-