Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Síða 381
1866.
VERZIiAN Á ÍSLANDI.
371
umdæmisins; þó má frá þessn undan skilja bjór, því af honum
befir láugmest verið flutt til Suður-umdæmisins, nefnilega 21,822
pottar, og þá til Norður- og Austur-umdæmisins, nefnilega 11,228
pottar; en það sem af honum var flutt til Vestur-umdæmisins, er í
samanburði við hin ömtin varla teljandi, því það voru einúngis
1837 pottar.
Kaffebaunir fluttust á þessu ári til alls landsins samtals 439,866
pund, og þar af til Suður-umdæmisins 198,000 pund, til Norður-
og Austur-umdæmisins 150,391 pund, en til Vestur-umdæmisins
ekki nema 91,475 pund. þetta er nokkuð líkt því sem áður hefir
verið (smbr. IV., bls. 92), en þó má geta þess, að á þessu ári
hefir verið flutt töluvert meira af kaffebaunum til Norður- og Aust-
ur-umdæmisins en árið næst á undan, þar sem á hinn bóginn að-
flutningurinn hefir verið minni á þessu ári en næst undanfarið ár
til beggja hinna umdæmanna. Um kafferót, sem er náskyld
þessari vörutegund, er sama að segja og árið næst á utidan, nefni-
lega að lángmest er flutt af henni lil Suður-umdæmisins, því af
þeim 98,867 pundum, sem árið 1866 alls fluttust til íslands, voru
56,826 pund flutt til Suður-umdæmisins (til Reykjavíkur kaupstaðar
cins 42,434 pund, eða eins mikið og til beggja hinna umdæmanna
að samtöldu), 19,972 pund til Vestur-umdæmisins, og 22,067 pund
til Norður- og Austur-umdæmisins. Aptur á móli hefir aðflutníngur
ú þessu ári bæði af sjokolade og tegrasi verið lángmestur til
Norður- og Austur-umdæmisins, nefnilega eins mikið af hvoru
fyrir sig eins og til hinna beggja umdæmanna að samtöldu.
Af allskonar sykri flultust árið 1866 samtals til alls Islands
514,451 pund, nefnilega til Suður-umdæmisins 194,687 pund, lil
Vestur-umdæmisins 110,317 pund, en mest til Norður- og Austur-
umdæmisins eða 209,447 pund; lilutfallið milli umdæmanna er því
uokkuð líkt og það hefir verið að undanförnu (smbr. I., bls. 75 og
b's- 575, III., hls, 587 og IV., bls. 92). Skoði maður hverja
sykurtegund sér, þá var mest flutt til Suður-umdæmisins af kandis-
sykri, eða 131,858 pund af 350,857 pundum, sem flutt voru til alls
'endsins; af hvítasykri aptur á móti var lángmest flutt til Norður-
°8 Austur-umdæmisins, eða 63,764 pund af 123,046 pundum til