Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 382
372
VERZLAN Á ÍSLANDI.
1666.
alls landsins; en af púðursykri var aðflutníngurinn nokkuð meiri til
Suður-umdæmisins, nefnilega 20,150 pund mót 16,564 pundum, en
til Vestur-umdæmisins fluttust af því að eins 3834 pund. Síróp
má einnig telja hér; en af því fluttist lángmest á þessu ári, eins
og að undanfornu, til Suður-umdæmisins, nefnilega 8802 pund af
12,990 pundum til alls landsins (til Reykjavíkur kaupstaðar eins
6408 pund, eða hérumbil helmíngur alls þess aðílutta), en til
Norður- og Austur-umdæmisins ein 1215 pund.
Af allskonar tóbaki flultust árið 1866 alls 130,927 pund til
íslands, og af þeim hérumbil jafn mikið til Suður-umdæmisins og
til Norður- og Austur-umdæmisins, nefnilega lil hins fyrr nefnda
51,793 pund, og lil hins síðar nefnda 51,924 pund, en til Vestur-
umdæmisins ekki nema 27,210 pund, og er þetta nokkuð líkt og
það var næst undanfarið ár (smbr. IV, bls. 93). Eins og að undan-
förnu var aðflutníngurinn á þessu ári einnig lángmestur af neftó-
baki, nefnilega 76,023 pund, eða töluvert moira en af hinum tóbaks-
tegundunum samtöldum. Ilér má einnig telja vindla, og hefir
á þessu ári verið flult nokkuð meir af þeim til landsins en næst
undanfarið ár, nefnilega 262,800 tals, og þar af nær því helmíngur-
inn til Suður-umdæmisins, eða 114,000 (til lleykjavíkur kaupstaðar
eins jafn mikið og lii alls Norður- og Austur-umdæmisins).
Um salt er að vísu sama að segja og áður heíir ált sér stað,
að mest er flutt af því lil Suður-umdæmisins, en þó er munurinn
á umdæmum landsins hvergi nærri eins mikill og verið hcfir. Árið
1866 fluttust nefnilega alls 11,243 tunnur af salti til alls fslands,
en af þessum aðflutníngi komu 6316 tunnur á Suður-umdæmið,
3350 tunnur á Vestur - umdæmið, og ekki nerna 1577 tunnur á
Norður- og Austur-umdæmið; af kaupstöðum landsins var mest
flutt til lleykjavíkur af þessari vörutegund, eða4011 tunnur, og svo
til ísafjarðar.
Af steinkolum hefir árið 1866 verið flutt til íslands alls
17,797 tunnur, og þar af til Suður-umdæmisins 5615 tunnur, til
Norður- og Austur-umdæmisins 9975 tunnur. og til Yestur-umdæm-
isins ekki nema 2207 lunnur. Hlutfallið milli umdæmanna er því
á þessu ári mjög ólíkt, og miklu ólíkara en það nokkru sinni áður