Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 391
ÍSGO.
VERZLAN Á ÍSLANDI.
381
hinum umdæmunum að samtöldu. Útflutníngurinn frá hinum um-
dæmunum var líkur, nefnilega frá Suður-umdæminu 2054 tunnur,
°g frá Vestur-umdæmi.nu 2318 tunnur.
Um saltað kjöt er líkt að segja og að undanförnu, að láng-
mest hefir af því verið flutt frá Norður- og Austur-umdæminu.
Af þeim 2206 tunnum, sem á þessu ári voru flultar alls frá Islandi,
koma nefnilega 1752 tunnur á Norður- og Austur-umdæmið, 351
tunna á Suður-umdæmið, og 103 tunnur á Vestur-umdæmið.
Hvað útflutníng af tólg snertir árið 1866, þá skarar Norður-
og Austur - umdæmið eins og hin fyrri árin lángt fram úr hinum
umdæmunum að þessu. Frá öllu landinu fluttust nefnilega á þessu
óri alls 411,147 pund, en af því var flult frá Norður- og Austur-
umdæminu einu 291,435 pund, eða ríflega tvöfalt meira en frá
hinum báðum umdæmunum að samtöldu; því frá Suður-umdæminu
fluttust 93,043 pund, og frá Vestur-umdæminu einúngis 26,669
Pund. Að öðru leyti er það merkilegt, að frá ísafjarðar sýslu er
ekki neitt taliö að út hafi verið flutt af þessari vöru, og frá Barða-
strandar sýslu er einúngis talið það lítilræði 256 pund.
Af ullu (og er hér talin bæði hvít ull, svört ull og mislit),
íluttust á þessu ári alls 1,550,410 pund frá öllu landinu. Ilér
kemur einnig að hinu sama, nefnilega að lángmest hefir verið flutt
ut nf þessari vörutegund frá Norður- og Austur-umdæminu. þannig
Huttust frá þessu umdæmi einu 864,136 pund ullar, eða rúmur
helmíngur þess, sem út hefir verið flutt frá öllu landinu; fráSuður-
omdæminu voru flutt 460,857 pund, en frá Vestur-umdæminu ekki
uema 225,417 pund, eða tæpur helmíngur þess sem fluttist frá
Suðurlandi.
Eins og að undanförnu hefir tóvara þetta ár mest og að
hnlla má eingaungu verið flutt frá Norður- og Austur-umdæminu,
einkum frá Eyjafjarðar sýslu; lítið eitt af eingirnis prjónlesi og
sjovetlíngum þó frá hinum umdæmunum. þannig hefir á þessu ári
'erið flmt frá Norður- og Austur-umdæminu: af peisum: 50 pör
(eu ekkert frá hinum umdæmunum), af sokkum 37,703 pör af
°^i834pörum, og af sjóvetlíngum 22,679 pör af 26,904 pörum.
W- 31