Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Side 630
620
VERZLAN Á ÍSLANDI.
1867.
|>essu næst er að skoða skýrslurnar nokkuð ýtarlegar, og taki
maður þá fyrst skýrsluna A. um aðfluttar vörur á þessu ári til
yDrvegunar, þá sýnir það sig fyrst, að. af kornvörum þeim
(rúgur, bygg, hafrar, bánkabygg, baunir, bygg- og bógbveitigrjón
og rúgmjöl) sem fluttust til íslands árið 1867, og sem samtals voru
45,900 tunnur (þetta er töluvert minna en næst undanfarið ár
1866, þar sem það þá voru 59,570 tunnur, smbr. IV., bls. 370,
og jafnvel minna en árið 1862, þegar það þó ekki voru nema
49,081 tunna), fluttust 16,331 tunna til Suður-umdæmisins, 11,530
tunnur lil Vestur-umdæmisins og 18,039 tunnur til Norður- og
Austur-umdæmisins; hlutfallið milli umdæmanna er því á þessu ári
einnig nokkuð líkt og áður hefir verið, nefnilega að meira er flutt
af kornvöru til Norður- og Austur-umdæmisins en lil hvors hinna,
þó ekki kveði eins mikið að þessu nú eins og að undanförnu
(smbr. I., bls. 75 og 574, 111., bls. 586 og IV., bls. 91 og 370).
Eins og áður heflr átt sér stað, var aðflutníngurinn á þessu ári
mestur af rúgi, nefnilega 24,463 tunnur, eða rúmlega eins mikið
og af öllum hinum korntegundunum samtöldum.
Afbrauði (hveitibrauð allskonar og svartabrauð) fluttust á
þessu ári lil alls landsins samtais 239,635 pund, nefnilega til
Suður-umdæmisins 93,611 pund, til Vestur-umdæmisins 64,395
pund, og til Norður- og Austur-umdæmisins 81,629 pund. Eptir
þessu heflr þá á þessu ári aðflutníngurinn á brauði verið mestur í
Suður-umdæminu (árið næst á undan var mest flutt lil Norður- og
Austur-umdæmisins, smbr. IV., bls. 370), en minnst til Vestur-
umdæmisins. Aðflutníngurinn á svartabrauði í samanburði við
hveitibrauð heflr á þessu, eins og á hinum síðari árum, varla verið
teljandi, þvi af þessari síðar nefndu brauðtegund fluttust á þessu
ári aðeins 17,131 pund, eða hérumbil þrettándi hluti mót hveiti-
brauði.
Af allskonar ölfaungum (brennivín, romm, púnsextrakt, vin,
kryddvín, mjöður og bjór), fluttust þetta ár samtals til íslands
585,547 pottar, (árið næst á undan var það töluvert meira, nefnilega
654.366 pottar), og þar af til Suður-umdæmisins 264,499 pottar,
til Vestur-umdæmisins 130,239 pottar, og til Norður- og Austur-