Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Síða 631
1807.
VEHZI.AN Á ÍSLANDI.
621
umdæmisins 190,809 pottnr. Snmkvæmt þessu hefir þá aðfiutníng-
urinn af ölfaungum á þessu ári verið lángmestur til Suður-um-
dæmisins eins og að undanförnu, að frá skildu þó árinu 1865 og
1866, því þá var hann mestur til Norður- og Austur-umdæmisins
(smbr. IV., b!s. 370). Nokkuð líkt verður ofaná, þegar maður
skoðar hverja tegund ölfánga þeirra, sem hér eru talin, nefnilega
að mest hefir verið fiutt á þessu ári til Suður-umdæmisins; þó
má frá þessu undan skilja púnsextrakt, því af honum fiuttist
lángmest til Norðnr- og Austur-umdæmisins, eða 6735 pottar af
14426 pottum, sem fiuttust til alls landsins. Einkum er það samt
fijór, sem mikið hefir verið flult af til Suður-umdæmisins, því af
þeim 29,058 pottum, sem á þessu ári fluttust til alls landsins,
voru 22,643 pottar fluttir til Suður-umdæmisins, en ekki nema
1970 pottar lil Norður- og Austur-umdæmisins.
Af kaffebaunum fluttusl á þessu ári til alls landsins 367,128
pund, og er það töluvert minna en næst undanfarið ár (smbr. IV.,
bls. 371); en þar af fiuttust 189,426 til Suður-umdæmisins, eða
nær því eins mikið og til beggja hinna umdæmanna, en til Vestur-
umdæinisins 88,449 pund og til Norður- og Austur-umdæmisins
89,253 pund. Ulutfailið milli umdæmanna er því á þessu ári mjög
ólíkt því sem það hefir verið að undanförnu (smbr. IV., bls. 92
°g 371). Um kafferót er sama að segja á þessu ári og næst
undanfarið ár, nefnilega að lángmest er flutt af henni til Suður-
umdæmisins, því af þeim 92,809 pundum, sem árið 1867 alls
fluttust til íslands, voru 55,710 pund flutt til Suður-umdæmisins
(til Ileykjavíkur kaupstaðar eins 45,498 pund, eða miklu meir en
U1 beggja hinna umdæmanna að samtöldn), 20,393 pund til Vestur-
umdæmisins, og ekki nema 16,706 pund til Norður- og Austur-
umdæmisins. Aptur á móti hefir aðflulníngur á þessu ári, eins og
uæst undanfarið ár, bæði af sjókolade og tegrasi verið láng-
mestur til Norður- og Austur-uindæmisins, nefnilega meira af hvoru
fyrir sig en til hinna beggja umdæmanna að samtöldu.
Af allskonar sykri fluttust árið 1867 samtals til alls íslands
515,676 pund, eða nokkuð meir en næst undanfarið ár (smbr. IV.
bls. 371), og þar af lángmest til Suður-umdæmisins, nefnilega
IV. 49