Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Síða 633
VERZLAN Á ÍSLANDI.
623
18U7.
af salti til Suður-umdæmisins, en þó er munuriun á umdæmum
landsins hvergi nærri eins mikill og hann áður hefir verið. Af
aðflutníngnuni fyrir árið 1867 komu nefniiega 14,941 tunna á
Suður-umdæmið, 6,564 tunnur á Vestur-umdæmið og ekki nema
1,968 tunnur á Norður- og Austur-umdæmið; af kaupstöðum
landsins var lángmest flutt til Reykjavíkur af þessari vörutegund,
nefnilega 9,510 tunnur, og svo til ísafjarðar.
Aðflutníngurinn af steinkolum til íslands heflr á þessu ári
verið mjög líkur þvi, sem hann var næst undanfarið ár, cn hlut-
fallið milli umdæmanna nokkuð ólíkt því sem þá var. Árið 1867
var nefnilega flutt til alls landsins 17,928 tunnur steinkola, og þar
af til Suður-umdæmisins 11,847 tunnur, til Norður- og Austur-
umdæmisins 4,158 tunnur, en til Vestur-umdæmisins ekki nema
1,923 tunnur. Einkum hefir á þessu ári verið flutt mikið af stein-
kolum til lleykjavíkur (10,239 tunnur) og svo til Seyðisfjarðar
verzlunarstaðar, en þetta á helztu rót sína einkum i því, að þessir
tveir verzlunarstaðir eru enn sem stendur þeir einu, hvar gufuskips-
ferðir eru tíðkaðar.
Hampur er, eins og áður hefir átt sér stað, varla teljandi
að fluttur hafi verið á þessu ári nema til Suður-umdæmisins,
einkum til Reykjavíkur og Gullbríngu sýslu; því af þeim 21,593
pundum, sem af þessari vörutegund fluttust á þessu ári til alls
landsins, koma 11,079 pund á fyrrnefndan eina kaupstað, og 9,440
Pund á Gullbríngu sýslu, en til Vestur-umdæmisins voru ekki flutt
nema 136 pund og 219 pund til Norður- og Austur-umdæmisins.
Oðru máii er að gegna hvað aðflutníng á færum snertir, því þar
er hlutfallið milli umdæmanna einnig ólíkt, en þó á annan hátt; á
Þessu ári fluttist nefnilega lil alls landsins 10,177 færi, og voru af
þeim til Suður-umdæmisins flutt 3262, til Vestur-uradæmisins 5060,
en ekki nema 1855 til Norður- og Austur-umdæmisins.
Af járni fluttust árið 1867 til alls íslands 91,848 pund, og
er það töluvert minna en næst undanfarið ár (smbr. IV., bls. 373),
en þaraf var flutt mest til Suður-umdæmisins, eða 44,202 pund,
°g svo til Norður- og Austur-umdæmisins 32,077 pund, en til
Vestur - umdæmisins ekki nema 15,569 pund. Nokkuð líkt var
49*