Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 641
1867.
VERZLAN Á ÍSLANDI.
631
lángmest af þessari vörutegund flutt frá Suður-umdæminu, nefnilega
18,071 skippund (einkum frá Reykjavík og frá Gullbríngu sýslu;
frá þeim nefnilega 16,358 skippund, eða rúmir tveir þriðju hlutar
alls þess sem fluttist frá öllu landinu), og svo frá Vestur-umdæminu
5614 skippund (þaðan einkum frá ísafjarðar sýslu, eða 3713 skip-
pund); þar á móti er það lítið, sem af þessari vöru var flutt frá
Norður- og Austur-umdæminu, nefnilega ekki nema 83 skippund
(mest af því frá Eyjafjarðar sýslu, eða 67 skippund). Söltuð
hrogn hafa að undanförnu eingaungu verið flutt frá Suður-um-
dæminu, en á þessu ári, sem hér ræðir um, hefir þó lítið eitt verið
flutt út af þessari vöru frá Vestur-umdæminu, nefnilega 30 tunnur
frá ísafjarðar sýslu, en frá Suður-umdæminu 1932 tunnur; alls var
flutt út 1962 tnnnur af þessari vörutegund, og er það meir en
tvöfalt meira en næst undanfarið ár. Af saltaðri síld hefir á
þessu ári ekki verið flutt svo lítið frá Islandi, þar sem þessi vara
þrjú næst undanfarin ár ekki hefir verið flutt út, og áður mjög
svo lítið; útflutníngurinn af þessari vörutegund var eingaungu frá
Norður- og Austur-umdæminu, og mestmegnis frá Norður-Múla
sýslu. Sömuleiðis er á þessu ári töluvert meira flutt út af sölt-
uðum laxi, en næst undanfarið ár, og af honum mest frá Norður-
og Austur-umdæminu, nefnilega 574 lísipund af þeim 786 lísipund-
um, sem alls fluttust frá íslandi á þessu ári af þeirri vöru.
Af lýsi (og er þar talið allskonar lýsi, bæði þorskalýsi, hval-
lýsi, hákarlslýsi og selslýsi), hefir einnig á þessu ári verið flutt
töluvert meira frá íslandi en næst undanfarið ár, nefniiega alls
13,083 tunnur. Lángmestur hefir útflutníngurinn einnig á þessu
ári verið frá Norður- og Austur-umdæminu (einkum frá Eyjafjarðar
°g báðum Múla sýslunum), nefnilega 7964 tunnur, eða miklu meir
en frá báðum hinum urndæmunum samtöldum; minnstur var út-
flutníngurinn frá Suður-umdæminu, nefnilega ekki nema 1886 tunnur,
en frá Vestur-umdæminu fluttust 3233 tunnur.
Um saltað kjöt er líkt að segja og að undanförnu, að láng-
uiest hefir af því á þessu ári verið flutt frá Norður- og Austur-
onidæminu. Af þeim 2985 tunnum af þessari vörutegund, sem
árið 1867 voru fluttar alls frá íslandi, koma nefnilega 2449 tunnur