Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 929
1870-71. UM FJÁRHAG ÍSLANDS. 910
lausu, gjalda 1 fisk, og er hver fiskur í þessu gjaldi talinn á 21/* sk.
Sýslumenn taka þenna toll á manntals-þíngum af greiðendum, og
borga síðan upphæð hans inn í jarðabókarsjóð landsins, að frá
dregnum ]/« hluta, sem þeir taka undir sig í umboðslaun. þegar
landsyíirrétturinn var settur á íslandi, var lögmannsembættið lagt
niður og tollur þessi rann þá inn í ríkissjóðinn, úr hverjum eru
greidd laun dómaranna í landsyfirréttinum; smbr. tilskipun 11. júlí
1800 gr. 5. Tekjur þessar eru hér taldar eins og þær hafa verið
að meðaltali um þau 5 fjárhagsár 18,!4/65—19GS/e9.”
Við II. 6. aí 6. gr. laga 15. apríl 1854 er skipað fyrir, að
falla skuli burt bæði gjald það, 36 sk. af hverju lestarrúmi, sem
ákveðið er í 2. gr. af opnu bréfi 22. apríl 1807 fyrir vegabréf handa
kaupförum, einsog einnig skipagjald það, 2 rd. 32 sk. af hverju
lestarrúmi, sem samkvæmt 13 gr. í opnu bréfi 28. desember 1836
átti að gjalda, þegar vörur voru fluttar beinlínis frá Islandi til
annara landa en Danmerkur. I stað þessa er nú skipað að gjalda
skuli 2 rd. af hverju lestarrúmi fyrir sérhvert það skip, sem fær
íslenzkt vegabréf, en þarbjá skal, samkvæmt 7. gr. nefndra laga og
konúngs úrskurði 1. april 1856, greiða 2 rd. aukagjald af hverju
lestarrúmi útlendra skipa, þegar þau eiga heima í þeim ríkjum, hvar
lögð eru hærri gjöld á dönsk skip eða farma þcirra, en ef þar
væru inniend. Skipagjöld þessi liafa um þau 5 fjárhagsár 18u4/e5—
18n8/c9 að meðultali verið hérumbil 11,900 rd. á ári, en þar við
bætist skipagjald fyrir gufuskipið, sem fer póstferðir til íslands.
Með tilliti tíl þess, að þessi síðast nefndu gjöld hér eru talin
700 rd., skal þess þarbjá getið, að eptir samkomulagi milli dóms-
málastjórnarinnar og fjárhagsstjórnarinnar hefir póstmálastjórnin
frá 1. janúar 1870 fyrst um sinn tekið að sér að standa straum
af póstl’erðunum milli Iíaupmannahafnar, Færeyja og íslands, meðal
annars með þeim skilmálum, að henni, eins og áður heflr ált sér
stað, væri endurborgað skipagjald það, sem greidt yrði af skipi því,
sem ætlað væri til ferðanna. J>ar nú má ælla, að skip þetta muni
taka 100 tons (sama og 50 lestarúm), og þar svo er til ætlazt,
að það fari 7 ferðir á ári, þá eru skipagjöld þau, sem liér ræðir