Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1905, Blaðsíða 1

Ægir - 01.10.1905, Blaðsíða 1
ÆGIR MÁNAÐARRIT UM FISKIVEIÐAR OG FARMENSKU. arg. Reykjavík, Okt. 1905. 4. blað. Islendingar op Norinenn. (Ei'tr Direktör Vestergaard). (Herra Direktör Vestergaard hefur sent Ægir eftirfarandi linur, sein leiörétting ■ viö paö sem stóö í 2. tbl. Vér erum hr. Vestergaard mjög pakklátir fyrir pessa áréttingu og tökum hana meö ánægju. Fyrirsögnina höfum vér sett. Ábyrgöarm). Eg hefi ekki álitið heppilegt, að lyrir- komulag á flskiveiðastjórn á íslandi væri eins og í Noregi, með .‘5 mönnum. Það hefir sýnt sig, að þetta er ekki heppilegt og á því að breytast, frumvarp um þessa breytingu verður lagt fyrir ríkisþingið og rætt þar nú innan skams. Eiim forstöðumaður í Reykjavik sem algerlega er ábyrgðarlegur fyrir starii sínu, heyri undir stjórnarráðið, og 2 eftirlits- menn, eða jafnvel 1, held eg að mundi hafa ákaflega mikla þýðingu fyrir framfarir fiskveiðanna; en þessi maður þyrfti í fyrsta lagi að vera gagnkunnugur og stöðu sinni vaxinn; hann yrði að þekkja enskar, holl- lenzkar, þýzkar danskar, svenskar og norsk- ar fiskiveiðar, veiðarfæri, veiðiaðferðir, verkunaraðferðir, sölumarkaði og margt fleira. Slíkum manni hafið þið að líkind- um ekki völ á, en hann er hægt að fá. Með 2 ára ferðastyrk gæti innfæddur mað- ur lært mikið utanlands, ef hinn sami mað- ur er duglegur, þekkir vel til fiskiveiða og hefir dálitla verzlunarþekkingu ásamt kunn- áttu í málunum, að minsta kosti ensku og dönsku. Ritsími og talsími mun hafa stóra þýðingu fyrir þjóðina, þar á móti þykir tnér trúlegt að einstöku menn liti óhýrum augum til þessa, að gamla fyrirkomulagið þyki þeim bezt. Ritsími og talsími! — Hvaða þýðingu mun þetta ekki hafa? Það skeður ekki ósjaldan, að í einum firði er nóg af fiski en í öðrum ekki neitt, einnig síld lítil. Með talsíma getur maður strax l'engið að vita þetta. Fiskimennirnir fara þangað og fá fisk og síld. Eg gel ekki álitið það neina óham- ingju að útlendir íiskimenn komi til ís- lands og stundi veiðarnar þaðan; það vekur líl', framtakssemi og vinnu, og sýnir mönnum yfirhurði hinna aðkomnu yfir þá sem heima silja. Þetta fyrirkomulag ætti enn fremur að styrkja og tryggja með vinsamlegum samningi milli Islands og Noregs. En það sem hrygði mig mest á ferð minni frá Seyðisfirði lil Eyjafjarðar var, að ég sá með mínum eigin augurn 2 enska botnvörpunga, sem lágu langt inni á firði og íiskuðu. Þeir höfðu hyrgt fyrir númerin á skipunum. Slíkt athæfi ætti stranglega að vera girl fyrir. Hið danska gæzluskip getur ekki litið eftir öllu þessu, Ég veit að margir eru handsamaðir ár hvert, en það ekki nóg; hinir útlendu íiskimenn, hverjir svo sem þeir eru, eiga að læra að virða landsins lög og' rétt. ísland hefir engan ágóða af fiskiveiðum þessara manna, — þvert á móti, — en þeir sem koma þangað og setja sig niður og reka veiðina þaðan af Ijörðum inni er öðru máli að gegna. Fetta er mín

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.