Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1905, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1905, Blaðsíða 4
36 ÆGIR. allega komið undir því, hvað þungur hann er, en ekki undir því, hvað mikill fiskifjöldinn er. T. d. er gerl orð af þvi hér í bænum, að af einu skipi nú i sumar hefði 675 íiskar vigtað 290 pd. Það má svo heita, að allur atli hafi hingað til verið miðaður við fiskitölu bæði á opnum skipum og þilskipum, af þessu hefur leitt samkepni meðal for- manna og skipstjóra sin á milli með þvi að ná í sem hæsta tölu, án verðgildis fisksins, þrátt fyrir þó það séu margar heiðarlegar undantekningar, og' margir skipstjórar hafi jafnvel altaf hylst til að fiska sem vænstan fisk. En nú vilja menn gera tilraun til að kippa þessu í lag, eða með öðrum orðum að reyna að friða smáfiskinn og lofa honum að stækka, og þannig setja skorður við því, að metnaður myndisl á meðal skipstjóra við tölu fisksins, heldur við þvngd. Meðal annara háfa kaupmenn í Eyjafirði þeir hræður Friðrik og' Magnús al])in. Ivrisjánsson harðhannað skipstjórum sín- um að nefna fiskifjölda þegar þeir við innkomu sína úr fiskitúr hirtu aílahæð sina, heldur nefndu þyngd. Það er lika ofur einfalt að eins að mæla fisldstall- ann í lestinni, 1 len. al. af saltíiski, jafn- gildir hér um bil 1 skpd. al' þurrum saltfiski. Það virðist vera mjög nauðsynlegt, að skipstjórar sín á milli geri ráðstaf- anir til að hreyta þessum gamla, óhyggi- lega og' óáreiðanlega mælikvarða, og að skipstjórafélagið »A]dan« taki þetta mál til gagngerðrar yfirvegunar nú á fundum sínum í vetur, og semji ályktun um þetta efni, sem allir hlutaðeigendur skuld- bindi sig til að fara el'tir. Ei n fremur er það ekki ofoftbrýnt fyrir skipstjórum og fiskimönnum yfir höfuð að lala, að vanda sem hezt hirð- ingu og verkun á fiskinum um horð i skipunum, það er undirstaðan undirgóðu verði á markaði erlendis, og vehnegun og viðhaldi fiskimanna og útgerðarmanna landsins. Ægir mun við fyrsta tækifæri taka þetta mál, í saml)andi við fiskiútveginn, rækilega til íhugunar. Enskir og þýzkir botnvörpungar. 1 dagbók þýzka varðskipsins »Zeithen« sem liér var upp við land í fyrra sumar í júní og júlímánuðum til eftirlits með fiski- veiðum þjóðveija, kvað standa eftirfarandi athugasemdir um fiskiveiðar l)olnvörpunga hér við ísland: »Hinir ensku botnvörp- ungar eru mjög illa ræmdir af Islendingum og hataðir af öllum fiskimönnum fyrir yfir- gang sinn og ólöghlýðni, enda leggur varð- skipið danska, sem þar hefir landgæzlu, þá í einelli og eru þeir þar al’ leiðandi sekt- aðir ærið oft. Aftur á móti eru þýzkir botnvörpungar mjög vel þokkaðir, bæði sýna þeir engan ójöfnuð og gera sig mjög sjaldan seka í því að brjóta landhelgislögin; þá sjaldan þeir gera það, aðvarar danska gæzluskipið þá með því að hljóða með göfupípunni, svo þeir hafa nægan tíma til að draga upp vörpu sína og liafa sig á brott úr land- helginni, þótt í henni séu.« Englendingar eru mjög gramir yfir þessum ummælum, og segja þetta vera brot á alþjóðarétti ef satt sé; að þeir séu lagðir í einelti og sektaðir, en þjóðverjar séu að- varaðir, og þeim fyrirgeíið. í liinu enska fiskiveiðariti »The Fish Trades Gazette« frá 19. ágúst í sumar er mjög alvarleg ritgerð um þetta mál og skor- ar ritstjórinn á stjórnina að grenslast eftir því hvort þetta sé satl, að enskir og þýzkir botnvörpungar mæti svona misjöfnum við- tökum, og kynni sig svona misjafnt við Is-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.