Ægir - 01.10.1905, Qupperneq 5
ÆGIR.
37
land. Henege lávarðui, fiskiveiðaráðanaut-
ur Breta, sem hefir fundið ástæðu til að
skrifa um þetta, segir þó, að svo komnu
sé þó ekki vert að láta þetta koma fyrir
Parlamenlið, en að öðru leyti geti hann
ímjmdað sér að þetta sé bara sjálfhælni
úr Þjóðverjum, og' með þessu vilji þeir að
eins sverta sig (Englendinga) en sýna sig
réttláta löghlýðna og vel kynta þar sem
þeir séu »salt jarðar«!!
Auðvitað má búast við því að þetla hafi
rekistefnu í för með sér, og mun danska
utanríkisráðaneytið nú þegar vera farið að
gera gangskör að því að levta sér upplýs-
ingar í þessu máli.
Eg ábyrgðarmaður þessa blaðs, sem
um nokkur undanfarin ár heíi fylgst með
varðskipinu, finn ástæðu til í sambandi
við þetta að lýsa þetta misskilning; auð-
vitað er það, að enskir botnvörpungar eru
margfalt íleiri við Island en þýskir, og þar
að auki lialda þjóðverjar sig að jafnaði
lengra undan landi, þar sem þeir íiska
eingöngu stóran þorsk og ísu, af þessum
ástæðum eru þeir hlutfallslega sjaldnar sekt-
aðir, og gefa þar af leiðandi ekki eins mikið
tilefni til þess að vera hataðir eða illa þokk-
aðir og Englendingar. En að varðskipið
leggi það í vana sinn að aðvara Þjóðverja
en sekta liina, er alveg tilefnislaus upp-
spuni, og hafa þeir sem frætt hafa þýzka
varðskipið á þessu, hér í fyrra, unnið ó-
þarft verk, einungis til að auka óánægju
og málaþras milli þessara þriggja ríkja
Englands, Þýzkalands og Danmerkur; því
víst er um það, að Englendingar vilja ekki
láta misbjóða sér á sjónum, eða brjóta lög
á sér, og hvorki að Danir geri það, eða
hlýfi Þjóðverjum, og komi þeim undan
hegningu. ________________
Um íiskiveiöar Japaua.
Japanar eru einhver hin mesta fiski-
þjóð í heimi og liafa þeir, sérstaklega á
siðari árum, tekið mjög miklum framför-
um í þeirri atvinnugrein eins og öðrum.
Nokkur undanfarin ár hafa þeir t. d. haft
menn í Noregi og víðar annarstaðar til að
læra veiðiaðferðir og hagnýtingu á íiski, og
þó kunna þeir að búa til ýmsa ljúffenga
rélti úr honum, sem aðrar þjóðir hafa ekki
lært ennþá.
Eins og menn hafa heyrt getið, hafa
þeir nú náð á sitt vald hálfri eyjunni Sachalin
af Rússum, sem þeir þó áttu áður fyrir
löngu, en Rússar seinna fengu aðal um-
ráð yfir. Umhverfis eyju þessa er mjög
mikið af fiski, og meðal annars ógrynni af
síld, sem Japanar veiða mjög mikið af;
úr þessari síld búa þeir lil áburð, sem þeir
svo bera á hrísgrjónaakra sína.
Arið 1903 fluttu þeir til Japan síldar-
áburð fyrir 12 miljónir kr. og þrátt fyrir
yfirumráð Rússa hafa Japanar þar nú yfir
100 stórar flskiútgerðarstöðvar.
Hið enslca fiskiveiðarit: »Fish Trades
Gazette«, tekur grein úrdagblaðinu «Daily
Chronicle« þar sem það skýrir frá frásögn hr.
Kata fiskiveiðaráðanauts Japana, sem nú
er á ferð á Englandi, að kynna sér fiski-
veiðar þar og alt þeim tilheyrandi. Hann
segir svo:
»Vér höfum miðstöðvar fiskiverzlunar
okkar í Tokio; fiskurinn er mest seldur
lifandi, af því menn vilja lielzt neyta
fiskjar sem er nýr; en flest af fiskiskipum
okkar eru höfð með brunnum, og enn
l'remur er það líka gert til þess, að geta
byrgt niðursuðuhús okkar daglega með
nægum fiski. Að ísgeyma fisk höfum við
ekki lærl enn þá.
Fjöldi manna hefir atvinnu við fiski-
veiðar, en hval- og selveiðar eru ekki enn
þá stundað.ar að neinum mun. Nú höf-
am við menn úti til að læra það af Am-
eríkumönnum og kenna þeir svo út frá sér
þegar heim kemur.
»Hvað ætlið þér að vera hér lengi?«