Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1905, Qupperneq 7

Ægir - 01.10.1905, Qupperneq 7
ÆGIR. 39 sig á Austurlandi, og voru allir yíirleitt mjög vel þokkaðir. Nokkrir urðu eftir og og' fengu sér vistir til vetrarins, og margir liyggja til hingað komu næsta sumar, og vilja þá hafa mótorbáta til veiðanna; höfðu jafnframt orð á að setja sig niður hér til staðaldurs ef jarðnæði fengist með viðunanlegum kjörum. Fiskiveiðastjórn Norðmanna (Norges Fiskeristyrelse) hefir sent »Ægir« eftirfarandi grein, sem er umburðarbréf frá verzlunar- og iðnaðarráðaneytinu norska til allra amtmanna í Noregt til útbýtingar meðal landsmanna og hljóðar svo: »Til Fiskiveiðastjórnar Norðmanna eru komnar fjöldamargar kvartanir yfir þvi að pjáturtunnur þær, sem eru hafðar undir meðalalýsi og fluttar eru í verzlunina, séu iðuglega of litlar; þessar kvartanir eru því miður — eftir fengnum upplýsingum — á nægum rökum bygðar. Það er þar að auki ljóst, að þeir sem smíða tunnurnar, oft eru ókunnir hinum gildandi lögum í þessu efni eða að minsta kosti hafa mjög óljósa hugmynd um þetta atriði. Ráðaneytið álitur sér því skylt, að vekja athygli kaupmanna jafnt sem pjátur- smiða á nefndum Iögum, og' þá ábyrgð sem menn taka sér með því að fylgja þeim ekki; en fremur að ítreka við embættis- menn og aðra eftirlitsmenn, að gæta þess, að þessum ákvörðunum sé fylgt. I. [Hér eru upptalin gildandi norsk lög og á- kvarðanír þessu viðvíkjandi]. Af þessum ákvörðunum ber sértaklega að taka lillit til eftirfarandi gildandi reglu. Hin suonefmla fiskitunna (lýsistunna) á taka 116 potta, þó er ley/ilegt að hán taki 2 pottum minna, eða í pottum meira. II. Ef í verzlunni fyrirfinnast fiskitunnur (lýsistunnur) sem ekki ná þessu ofanskráða máli, má búast við því að þær muni verða gerðar upptækar, og' þar að auki að viðkomandi verzlunarmanni sé hegnl með fjárútlátum. III. Það er skylda tollþjóna, lögregluþjóna og annara eftirlitsmanna að gæta þess, að fiskitunnurnar (lýsistunnurnar) taki Iögá- kveðið mál, og þetta gerist hlntaðeigendum öllum til vitundar. Kristjanía 31. ágúst 1905. Sofus Arctander. Aths. Oss þykir það mjög mikils vert, að menn hér á landi geti gaum að þessari fyrir- skipun, — allir þeir sem eittlivað fást við bræðslu á meðalalýsi —; svo þeir baki sér ekki það tjón, sem af því getur hlotist, að varan yrði gerð upptæk, ef hún flyttist til Norvegs. Abgm. Fiskiveiðar Frakka mishepnast. (Símskeyti tíl »Nationaltidende«). Paris 2. sept. Samkvæmt síðustu fréttum frá íslandi og New-Foundland eru íiskiveiðar Frakka á báðum þessum stöðum enn þá lakari en í fyrra. Árið 1902 var aflinn 134 mill. pd. al' fiski. Árið 1903 46 mill. pd. og nú í ár er aflinn talinn að muni verða tæpar 20 mill. pd. Þetta er alger eyðilegging fyrir fiskimennina í Bretagne. Hull botnvörpungar fiska í Hvítaliaflnu. (Eftir „The Ship Gazette“). Mánudaginn 11. Sept. komu 3 botnvörp- uugar til Hull frá nýjum fiskimiðum er þeir hafa fundið. Þeir voru sendir al' út- gerðarmönnum til Hvítahafsins til reynzlu og komu þaðan aftur hlaðnir af stórri lúðu ; — liðugar 600 körfur hvort skip. — Fiskurinn er ágætur. Þessi tilraun liefir hepnast ágætlega, og fleiri skip eru farin þangað til fiskiveiða.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.