Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1905, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1905, Blaðsíða 5
ÆGIR. 45 slitna, í stað þess að 2 gengis mótorar missa strax gangþolið þegar renniflöturinn sem öxulsveifin gengur eftir fer að slitna, því þá fer venjulega eitthvað af gasinu til ónj7tis. Og ef að slíkir mótorar eru í bát- um sem eiga að þola sjóvolk, þá er liætt við að þeir bili þegar mest á ríður. Enn fremur er það auðvitað, að slitið er meira á snúningshröðum 2 gengis mó- torum en á snúningshægum 4 gengis mó- torum. Eg vil samt sem áður ekki neita því, að 2 gengis mótorar eru hljóðminni, en mikið dýrari þegar til viðgjörðar kemur. Priðjn spurningunni virðist máske liafa verið svarað af dómnefndinni i Marstrand. En það virðist mér þó ekki hafa verið gert. Án þess að eg á nokkurn hátt vilji draga úr þeim heiðri sem benzínmótorinn fékk á sýningunni, — nefnilega gullme- dalíu —, er þó þetta við það að athuga, að hann átti alls elcki að setjast í floklc með mótorum sem ætlaðir eru í fiskibáta. Þvi eg alít það blátt áfram glapræði að gera slíkt, því það er sitt hvað mótor í skemtibáta innfjarða en mótor í íiskibáta á liafi úli. Og það er þetta sem er svo villandi fyrir fiskimenn, sem ætla að fá sér mótora til notkunar við fisiveiðar. Að lyktum vil jeg geta þess, að jeg liefi þá sannfæringu, að liinir algengu 4 gengis steinolíumótorar eru nú sem stendur hinir áreiðanlegustu og beztu mótorar í íiskibáta, og að benzínmótorar geta alls ekki fullnægt, að minnsta kosti eltki hér í norðanverð- um Noregi. Læknisskoðun á sjómönuum. (Dansk Söfartstidende). Frá 1. okt. þ. ár er ekki leyfilegt nein- um sjómanni á Þýzkalandi að ráða sig á nokkurt þýzkt skip nema að hann áður liafi verið rækilega skoðaður af lækni sem gefur vottorð um líkamlegt og andlegt heil- brigði sjómannsins. Það eru tilnefndir mjög margir sjúkdómar og kvillar, sem al- gerlega úliloka manninn frá að gefa sig við sjómensku, og tilgangurinn er Hka sá að fyrir bygga algerlega að þeir menn stundi sjó, sem af veiklun og heilsuleysi ekki eru færir um það. Berklavcikur mað- ur má t. d. ekki, undir neinum kringum stæðum ráðast á þilskip, þar eð það er að réttu álitið að samneyti hans við aðra skip- verja, í þröngum hásetaklefum, geti liaft liættu í för með sér fyrir aðra liáseta sem búa saman með lionum í lengri tíma. Kindarar og kolamokarar á gufuskipum eiga að vera fullþroskaðir og sterkir menn og yngri en 18 ára má enginn ráðast til þess starfa, sömuleiðis á sjón og heyrn að vera í heilbrygðu ásigkomulagi á öllum þeim mönnum sem vinna á þilfarinu. Það er skylda útgerðarmanna og skip- stjóra að gæta þess að reglum þessum sé fylgt, og ef þeir eru í höfn utanríkis og þurfa að fá fólk, og læknir er ekki viðstaddur, þá verður skipstjórinn sjálfur, að svo miklu lej7ti að liægt er, gera þessa fyrirskipuðu rannsókn. á þilskipum, og 07. gr. farmannalaganna. Eftir öll þau ár, sem farmannalögin hafa verið í gildi hér, eru þau víða ekki skilin enn þá. Sjómenn liafa alment þá skoðun, að lögin séu þeim í óhag ef þeim er beitt, og má, eins og hér á landi hagar til, færa slíkri hugsun margt til málsbóta. Allir eru ráðir hásetar, en þó með mis- munandi launum eftir því sem þeir eru þektir menn eða ekki. Hér gera hásetar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.