Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1905, Side 8

Ægir - 01.11.1905, Side 8
48 ÆGIR. gera ef þeir kunna eigi það sem þeir eiga að gera. Reykjavík. 4. sept. 1905. Sveinbjörn Egilsson. * Atlis. Vér erum samdóma greinarhöf- undinum í því, að mjög væri æskilegt, að því fyrirkomulagi yrði komið á, að skip- stjórum væri gjört að skyldu að gefa há- setum sínum votlorð um dugnað og fram- ferði að enduðum fiskitíma, eða við lög- skráning úr skiprúmi. Ilver liáseti sem ræðst á skip fær við lögskráning viðskiflabók sem hefir inni að halda samning milli hans og skipstjóra og við burtför úr skiprúmi ætti skipstjóri að skrifa á þar til ætlaðan stað í bókinni, vottorð það, sem hér um ræðir um leið og víðskiftareikningur er uppgerður. Slikt fyrirkomulag yrði ekki einungis til uppörf- unar fyrir þann sem á að fá það, lieldur og leiðarvísir í'yrir skipstjóra og útgerðar- menn sem ráða vilja mennina til sin eftir- leiðis. Abyrgðarm. Kaflar úr bréfum úr norðanverðum Noregi. Harstað 26. okt. Fiskiveiðarnar við wSenjemí1) hafa brugð- ist alveg í ár, en aftur á móti varð sumarafl- inn við Finnmörk mjög góður, svo það bætti mikið úr aflamissinum á liinum fyr- nefnda stað. Skip mitt »Kvik« um 50 smálesta síldarbátur, sem eingöngu er í milliferðum með síld til beitu, gaf mér mjög mikinn ágóða. Fiskigufuskip mitt »Vulkan«, stundaði fiskiveiðar við Finnmörk og fékk aíla fyrir 18,000 kr. í sumar, sem eg einn- ig cr ánægður með. 1) »Senjen« er stórt fiskiver milli Lófót og Finnmerkur, Eg hafði í liyggju að koma upp til íslands í sumar og stunda þar þorsk og síldveiðar en gat ekki komið því við. En ef útlit með fiskiveiðarnar verður liér slæmt á komandi sumri, mun eg eflaust senda gufuskip upp til þorsk og síldveiða. Spiksíldarveiðin hefur alveg brugðist, og ekkert útlit fyrir að nein sild veiðist liér í liaust. Frá Álasundi og þar í kring er sagt, að vart hafi orðið við síld, og er vonandi, að það verði góður aíli. Bodö 1. nóv. — — — þag hefir verið talsvert af Norð- mönnum til sjóróðra lijá ykkur i sumar; þeir komu flestir með lítinn ágóða og voru yfir liöl'uð óánægðir. Hér eru því miður slæmar ástæðar, af því það liefir ekki orðið vart við síld í haust, og það er nóg til þess, að menn eiga fult í fangi með að sjá sjer og sínum borgið. Hið rétta spor í áttina var þetta, sem gert var í sumar, að útvega mönnum héð- an atvinnu hjá ykkur, og eg er þess full- viss, að það mun — þótt illa gengi i sumar — verða til þess, að menn koma næstu ár, og þá gæti það lánast vel. Fiskur og fiskiafurðir eru í ákaflega háu verði, kaupmenn hér borga t. d. 55 aura fyrir pd. af harðfiski (þorski). Pilskipaaflinn í ár. Frá Reykjavík hafa í ár 32 þil'skip stundað fiskiveiðar og fiskað hér um bil 2 milj. íiska. Þar af á vetrarvertíðinMi 470 000, vorvertíðinni 603,500 og yfir •sumarið 927,000 fiska. Frá Seltjarnarnesi stunduðu 10 þilskip veiðar og varð allur aflinn vu.n 600,000 fiska, þaraf á vetrarvertíðinni ,Um 113 þús., vorvertíðinni 187 þús. og yfir sumartímann 300. þús fiska.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.