Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1905, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1905, Blaðsíða 9
ÆGIR. 49 Fyrir utan þau skip, sem áður eru tal- in, og aflauppliæðin er tilnefnd á, má nefna skip H. B. St. & Co. Bíldudal, 11 að tölu, liafa fiskað á útgerðartímanum frá byrjun april til loka ágústmánaðar 357,186 fiska. Að meðaltali 12 fiskimenn á hverju. Skip Á. Ásgeirssonar á ísafirði, 13 að tölu, hafa fiskað hér um hil 330 þús.; þau eru smærri, og því fámennari en ann- arstaðar. Skip tilheyrandi Ó. Jóli. & Co. Pat- reksíirði, 3 að tölu, liafa fiskað 81,000. 2 þilbátar liafa þar að auki stundað veiði þaðan, og fiskað um 10,000 fiska hver. Frá Önundarfirði stunduðu 3 þilskip fiskiveiðar og öfluðu samtals um 50,000. Aflaupphæð Hafnarfjarðarskipanna er ekki kunn enn þá, en að öllum líkindum mun það vera kringum 600 þús. að minsta kosti. Allur ársaflinn á íslenzk þilskip verð- ur því nú c. 5 milj. liska. Þar með eru ekki talin botnvörpuskip eða lóðagufuskip, að eins seglskip. Síldarveiði ineð reknetuni. Þessi veiði er smátt og smátt að ryðja sér til rúrns hér við Island þó hægt fari enn þá. Ægir hefir ekki getað fengið afla- skýrslur frá Norðurlandi yfir veiði af skip- um þaðan, en aflinn lieíir yfirleitt verið talsvert minni en í fyrra. Prjú skip stunduðu síldarveiði héðan frá Reykjavík, og er afli þeirra sem hér segir: Kutter August c. 50 smál. (félagið Draupn- ir) aflaði 560 tunnur frá því snemma í apríl til 20. sept. Skipverjar voru 9 að meðaltali. Slup Kristján c. 20 smál. (reknetafélagið við Faxaflóa) fiskaði um 330 tunnur frá því í byrjun maí til seint í ágúst. Skip- verjar 7—8 að meðaltali. Kutter Inguar c. 80 smál. að stærð (Duus verzlun) fiskaði 380 tunnur frá byrjun ágúst til 20. sept. Skipverjar 14 menn. Frá Hafnaríirði stundaði síldarveiðar gufuskipið »Leslie« (eign kaupm. Á. Flyg- enring og kaupm. Thor Jensen) og fiskaði frá byrjun ágústs til septembermánaðar- loka um 500 tunnur. Frá Vestnrlandi stundaði 1 skip síldar- veiði meiri part útgerðartímans, Kutter Karmö (eign Isl. Handels Jc Fiskericomp. Patreksfirði) og fiskaði um 300 tunnur. Eitt skip (H. B. St. & Co. Bíldudal) fór út til síldarveiða í byrjun sept., eftir að hafa hætt þorskveiði, og liskaði á viku- tíma við Horn 60 tunnur. Önnur skip hafa ekki, að oss er kunn- ugt, tekið þátt í þessari veiði héðan frá Suður- eða Vesturlandi svo teljandi sé. Félagið Draupnir. Þrátt fyrir lítinn síldarafla í ár, og þar af leiðandi lítinn ágóða af útgerðinni, var það samþykt á fundi meðal félagsmanna, að setja í skipið »August 15 hesta Alpha- mótor til útgerðar næsta ár. Enn fremur var það samþvkt eptir uppá- stungu frá formanni (kaupm. Thor Jenscn) að veita skipstj. Geir Sigurðssyni 50 kr. verðlaun fyrir liirðusemi og vandvirkni á meðferð aflans. Hvalveiðarnar á Vestfjörðuni. Af 8 livalveiðastöðvum, sem áður voru á Vestfjörðum eru nú að eins 2 eftir scm stunda veiði: á Hesteyri í Jökulfjörðum og Suðurej’ri í Tálknafirði. Hvalveiðastöðin á Hesteyri hefir aflað á 4 báta 162 hvali, sem hafa gefið af sér 7497 tunnur af lýsi, 32,300 pd. skíði, 221 000 pd. kjötmjöl og 586,200 pd. beina- mjöl. — Hvalveiðastöðin á Tálknafirði hefir aflað á 4 báta 132 hvali, sem hafa gefið 7126 tunnur lýsi (vigt 210 pd.), 46,000

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.