Ægir - 01.11.1905, Side 10
50
ÆGIR.
pd. skíði, 309,400 pd. kjötmjöl og 435,200
pd. beinamjöl.
Til Pati’eksijarðai’
komu 58 franskar flskiskonnortur í sum-
ar; afli þeirra lítill.
Botnyörpungar
liafa lialdið sig mjög mikið fyrir Vest-
fjörðum í haust og jafnan langt undan
landi. Beztu fiskigrunn þeirra eru 2ý2—3
danskar mílur út af Dýrafirði og hér um
hil 2 mílur út af Rit og Straumnesi. Þeir
liafa flestir fiskað mjög vel, enda hefirveð-
urálta verið svo góð, að slikt er sjaldgæft
svo langan tíma. I5að er leiðinlegt að vita
af þessum sæg ausa upp fiskinum þarna
i góða veðrinu, og að íslenzku botnvörpu-
skipin skuli ekki geta tekið þátt í þessu.
Hr. H. V. Friis
útgerðarmaður frá Alasundi i Noregi
sem stundaði fiskiveiðar hér við land i
sumar (frá Hafnarfirði og Seyðisfirði),
hefur keypt af kaupm. Aug. Flygenring
í Hafnarfirði grunna undir luis sem hann
æilar að byggja þar við ijörðinn til bú-
setu og útgerðar næsta ár.
Þetta svæði sem hann hefir keypt er
við hinn svokallaða Fiskaklett, og er þar
mjög vel lagað lil bryggjubyggingar, og
gott til atlögu fyrir fiskiskip.
Hr. Friis er mjög duglegur og atorku-
samur maður, og má hyggja gott til
hans búsetu hér á landi.
Gufuskip hans 3 sem stunduðu veiði
frá Hafnarfirði í liðugt 3 mánaða tíma
fiskuðu 25,211 st. þorsk, 44,938 ísur, 12,
408 löngur, 22,164 keilur, 114 stórupsa.
Ennfremur bræddi hann 12 tunnur af
meðalalýsi, saltaði 25 tunnur gotu og 19
tunnur heilagfiski.
Botnvörpuskipið Coot
(eign B. Kristjánssonar og Einars Þor-
gilssonar kaupmanna o. fl.) skipstjóri
Indriði Gottsveinsson, fiskaði liðug 150,
000 fiska. Veiðitíminn, að frádregnum
ýmsum hindrunum, liðugir 5 mánuðir.
Risavaxin vitahygging.
Eftir »Signal«).
Eftir margitrekaðar áskoranir frá ibú-
um Japans hefir sjómálaráðaneytið á-
kveðið að láta byggja vita á eyjunni
Okiuashima til minningar um sigur Togos
Jlotaforingja á Rússum í sumar. Vitinn
á að lýsa yfir 80 sjómilna svæði þannig
að haiin sjáist allsstaðar af orustusvæð-
inu sem hin mikla orusta var háð.
Þessi ákvörðun var tekin fram yfir alt
annað sem kom fram í þá átt, til heið-
urs þessu mikilmenni.
Eins og þessi viti hefir mikla þýðingu
fyrir sjómenn sem um svæði þetta fara,
að sama skapi hefir hann mikil áhrif á
hugarfar og hreysti sjóliðsmanua Japana
sem hafa hann ávalt fyrir augum þegar
þeir eru á þessum stöðvum. Það er á-
kveðið, að hann verði bygður íýrir sam-
skotafé sem safnað hefir verið t Japan í
þessum tilgangi.
Hinn fyrsti botnvörpungur
í Bandaríkjunum í Ameríku — Stórt
verzlunarfélag í Grimsby á Englandi (Cool
Salt and Tonning Co. Ltd,) sendi í byrjun
sept. s. 1. til Bandaríkjanna í Ameríku
botnvörpu, strengi, vindu, og alt annað til-
heyrandi botnvörpuveiðum, scm pantað
hafði verið þaðan, og á að hafa við veiði-
skap á hinum fyrsta hotnvörpung sem þar
er ný hygður og heitir 'Spray.
(Fish Trades Gazette).