Ægir - 01.11.1905, Side 12
52
ÆGIR.
lætur í ljósi ósk sína á því, að send sé
nefnd manna til Spánarstranda til að kynna
sér sardínuveiðarnar. Aðra nefnd gerir
hann ráð fyrir að senda til Noregs, íslands
og New-Foundlands. Tillögur þessara
nefnda verða svo teknar til greina við til-
liögun á íiskiveiðafyrirkomulaginu næsta
ár, Sardinuveiðarnar i Bretagne hafa verið
mjög slæmar, og þar af leiðandi ískyggi-
legt útlit manna á milli. Verðið á hrogn-
um (gotu) til beitu, er tvöfalt við það sem
áður var, og það er ekki ósjaldan, að fiski-
menn fá ekki meir en 72 kr. virði, fyrir
þá beitu, sem lieíir kostað alt að 360 kr.
(Fish Trades Gazette).
Hið nýja bandalag
milli Japan og Englands gefur mönnum
tilefni til að íhuga hve geysimikinn og ó-
sigrandi herskipaflota þessi tvö stórveld
hafa til umráða.
Þeir hafa 69 stórorustudreka 50 bryn-
dreka 97 beitiskip 187 léttisnekkjur (des
troyere) og 198 tundurbáta, Samtals 601
skip, fyrir utan þau sem eru í smíðum.
Af stæm skipum hafa Englendingar
og Japanar þannig 216 á móts við 177
sem Þjóðverjar, Rússar, Frakkar og Ame-
ríkumenn eiga til samans.
(Eftir Harstads tidende).
Varðskipið »Hekla«
fór héðan áleiðis heim að morgni þ. 26.
þ. m. Hún liefur tveggja daga viðdvöl á
Seyðisfirði og verður í Kaupmannahöfn þ.
6. des. Hún kom hingað til landsins 10.
marz, og er því dvöl hennar hér rúmir
81/2 mánuður.
Allgóður afli
er nú á Austfjörðum þegar gefur, segir
Austri.
Sjómenn
eru beðnir að taka til íhugunar auglýs-
ingu hr. Þ. Clementz vélasmiðs sem slend-
ur hér í blaðinu.
Nýr íiskui’.
(Eftir Poletiken).
Fiskiage-.it vor í Englandi kapt. Sölling,
dvelur nú sem stendur liér í Danmörku,
og ætlun lians er meðal annars, að reyna
nýja aðferð á geymslu á nýjum fiski. Hr.
Sölling álítur að hann geti búið um fisk
sem á að fiytja á markaðinn svo að liann
skemmist ekkert þótt hann geymist í 12
daga. Það er með öðrum orðum, að við
getum fengið fisk sendan til sölu hér á
markaðinn í Kaupmannahöfn alla leið frá
íslandi, og við getum sent fisk héðan frá
Danmörk nýjan og óskemdan til Konstan-
tinopel og Madrid.
Vér töluðum i dag við hr. Sölling,
sem nýkominn var úr ferð um Kattegat
með hafrannsóknaskipinu Thor. Við Skag-
ann og Anholt lét hr. Sölling búa um 11
tegundir af fiski, og sem nú eftir 12 daga
á að taka upp og skoða í viðurvist sér-
fróðra manna, svo sem Hafnarkapteins
Drechsel og Fiskiríkonsulent Levinsen og
fl. og er æskilegt að þetta fyrirtæki heppn-
ist, því það mun hafa mjög mikla þýðingu
i för með sér með tilliti til verzlunar á nýj-
um fiski.
Gnllniedalíu
fékk steinolíumótorinn »Alpha« á sýn-
ingunni í Risör sem haldinn er nú um
þessar mundir. Enginn annar motor fékk
þar slík verðlaun. — Risör er stór fiskiver
við Lófót, svo það sýnir að flskimenn þar
álíta liann vel fallinn til að hafa í fiskibáta.
Afli
er sagður góður í þorskanet í Garðsjó,
en nokkuð misjafn.
Prentsmiðjan Gutenberg.