Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1906, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1906, Blaðsíða 10
6 ÆGIR. hún slanda yfir álíka lengi fram eftir og í Faxafióa. A »Thor« fengust 13. maí í vor 69 þorskar í botnvörpu á 40 faðma dýpi, út af Suðursveit. Peir voru allir utgotnir, nema einn 89 cm. langur svilfiskur, og 24. s. m. i fyrra vor fekk sama skip 143 þorska í botnvörpu við Ingólfshöfða. Allir þeir sem voru lengri en 60 cm. voru út- gotnir, eða (nokkrir svilíiskar) því sem næst. »Hrygning þeirra er nú auðsjáanléga að mestu leyti úti«, segir dr. Schmidl í rann- sóknadagbókinni**. Þeir sem voru undir 60 cm., voru óþroskaöir. Það er fullvíst, að þorskur hrygnir meðfram vesturströnd landsins, frá Faxa- fióa og norður í ísafjarðardjúp, og alt út- lit er fyrir að hrygningin byrji þar seinna og sé seinna um garð gengin, en við Suð- urland, þótt ekki hafi verið gerðar margar nákvæmar athuganir þar að lútandi. Þess- ari skoðun til stuðnings vil eg geta þess, að mér hefir verið sagt af fiskimönnum, að við Snæfellsnes norðanvert (Sand og Olafsvík) fari þorskur að sjást með renn- andi hrognum í 1. viku sumars (o: seint í apríl). í Arnarfjörð og ísafjarðardjúp gengur oft þorskur um miðjan apríl og er þá oft með miklum hrognum og ógotinn; er lík- legt að hrygningin byrji þar seinast í apríl og standi yfir fram í júm'byrjun (þ. e. fari fram mánuði seinna en við Suðurland). Eg heíi fengið rennandi lirogn úr þorski úr Djúpinu í miðjum maí 1902 og sá sem sendi mér þau, segisl hafa séð þorsk með ógotnum sviljum snemma í júní. Þetta kemur alt vel heim við það, að Dr. Scmidl hefir fundið þorskhrogn í sjónum úti fyrir Vestljörðum í miðjum júni og jafnvel nokkur í byrjun júlí 1903*, í Önundarfirði *) Þess vil eg geta hér með þakklæti, að Dr. Scmidt hefir góðfúslega leyft mér að gera útdrátt eftir vild úr rannsóknadagbókum sinúm. ’*) Sjá Fiskeriundersögelser ved lsland og Færöerne i Sommeren 1903, bls. 58. 3.—11. maí og 13. júní 1904 ekki útgotna svilfiska í Djúpinu. Einnig við það, að einn af hásetunum á »Thor« mældi á fær- eyskri fiskiskútu, 14. júni s. á. úti fyrir Djúpinu, þorska sem ekki voru fullgotnir, hæði hrogn- og svilfiska. Þorskseiðin þar vestra hafa og verið miklu smærri en á sama lima við Suðurland. — Fiskmergðin sem gýtur við Vesturland er þó eflaust hvergi nærri eins mikil og við Suðurströnd- ina og í Faxafióa. — Það mun mega telja fullvíst, að þorskur gýtur að jafnaði alls ekki við norðurströnd landsins, frá Hornströnd- um að Langanesi. Á »Thor« hafa þorsk- hrogn eltki fundist á þessu svæði í þau skifti sem hann hefir farið þar um á þeim tíma ársins, er von væri á að finna þau, (i miðjum júní 1903, 23. apríl og 31. maí —2. júní 1904) og sjálfur hefi eg ekki get- að fengið neinar upplýsingar hjá fiskimönn- um norðan lands um það að þorskur sjáisl þar með þroskuðum hrognuin. Hann kem- ur þar að öllum jafnaði ekki á grynnri mið fyrr en seinast i mai eða í júní og er þá sagður útgotinn. Þó hefir einu sinni orðið vart við ógotinn íisk í Skagafirði; það var 1875. Sá fiskur þótti óvanalega vænn. Eptir því sem menn vita bezt, lítur út fyrir að líkt sé um hrygningu þorsksins við Austurland (frá Langanesi að Horna- firði) eins og við Norðurland, það er að segja, gjóti þar ekki nema endur og sinn- um, og þá seint að vorinu, í maí og snemma í júní. Dr. Scmidt hefir ekki, þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir, í maí og júní síðustu 3 ár, getað með vissu fundið þorskhrogn í sjónum á þessu svæði, né þorskseiði á yngsta aldursskeiði, en þegar úti fyrir Lóns- víkinni hafa þau farið að sjást að mun. Hinsvegar getur hann um (bls. 56, neðanm.) að umsjónarmaður Wathnes-útgerðarinnar á Seyðisfirði hafi séð hrogn í einstöku þorski 1903.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.