Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1912, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.1912, Blaðsíða 16
68 ÆGIR. bagar i þessu efni ekkert annað en kunn- áttu- og framkvæmdarleysi og löggjafar- slefna vor, sbr. greinina »ÚtflutningsgjaId af sjávarafurðum« lijer í blaðinu. Verslunarskýrslurnar segja, að niður- soðinn fiskur hafi verið fluttur út hjeðan árið 1909 fyrir 44 þús. krónur. Hlaðið „Farmand“ segir, að íiskimarkaðurinn á Spáni og Ítalíu sje um martsmánaðarlokin langlum daufari en áður vegna þess, live vel hefur aflast í Noregi nú í velur. Einnig hefur Trípólisstríðið ill áhril' á markaðinn, bæði vegna mannfjökla þess, er ítalir sendu til Tripólis, og hins, að svo margir af almenningi verða kaup- leysingjar. Vegna kolaverkfallsins varð nær helmingur allra bolnvörpunga á Englandi og Skotlandi að hætta veiðum seinni hluta martsmánaðar. Enda munu hjer við land liafa verið líltölulega mjög fáir enskir hotnvörpungar við veiðar á vetrarvertiðinni. Japanar hafa hingað til slundað mest fiskiveiðar á róðrarbátum. En þeir fylgjast með tím- anum í ellingu fiskiveiðanna eins og öðru. Þeir fá sjer botnvörpunga, og nú ganga þar til fiskjar um 500 mótorbátar. Kaaadamcnn deila nú mjög um botnvörpuveiðarnar. Við Ameríkustrendur stunda fáir botnvörp- ungar veiðar, sem steudur, en þeim fer fjölgandi. Einstaka maður vill hafa botn- vörpuveiðarnar með öllu frjálsar, einnig fyrir innan landhelgi. Aðrir vilja gersam- lega banna þær jafnt utan landhelgi sem innan, það er að banna innlendum mönn- um að gera út botnvörpunga. Jafnvel slór- auðkýíingafjelög hafa bundist fyrir fjelags- skap, sem hefur þetta markmið. En búast má þó við, að endalyktirnar verði þær, að samin verði sjerstök botnvörpungalög eins og hjá oss og öðrum þjóðum lijer í álfu, og í likum anda. Saltfisksinnflutningnr tii Spánar 1911 segja norskar »Konsulatberelninger« hafi verið eins og hjer greinir: Ilvaðan Tons Noregi 16,876 Bretlandi .. 9,620 Löndum Brela í Aineríku 7,140 Danmörku 833 Löndum Dana i Európn 7,647 Frakklandi 4,097 Þýskalandi 1,738 Gibraltar 1,940 Portúgal 1,127 Belgíu 29 Ítalíu 28 Bandaríkjunum 8, Melilla 4, Marokko 1 Alls var innflult 1911 51,095 tons. Lönd Dana (Danske Besiddelser) í Ev- rópu eru auðvitað ísland og Færeyjar; en hversu mikið hefur komið frá íslandi sjerstaklega, veit maður ekki fyr en versl- unarskýrslurvorar fyrir árið 1911 koma út, en það mun verða, ef að venju lætur, i árslok 1913. Fiskur frá Danmörku er sjálfsagt íslenskur fiskur, sem fyrst hefur verið fluttur til Danmerkur. Ennfremur segir erindrekinn, sem skýrsluna sendir, að nokkur hluti þess, sem sagt er vera frá Pýskalandi, hafi komið frá Danmöiku, en undir þýsku fiaggi, og þá einnig ís- lenskur fiskur. Prentsmiðjan Gulenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.