Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1914, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1914, Blaðsíða 15
ÆGIR 11 »April« h/f »ísland«. 1. ferð 368 £ 2. — 650 - 3. — 325 - 4. - 355 - 5. — 560 - 6. — 493 - Alls 2751 £ »Earl Monmouth« frá ísafirði. 1. ferð 425 £ 2. — 530 - 3. — 460 - 4. — 400 - Alls 1815 £ Merkið £ þýðir pund sterling, sem gildir hjerumbil 18 kr. 20 a. Þetta verð- ur alls um = 24032 £ = 437,382 kr. eða nálega hálf million krónur. Erlendis íslensk síld til Noregs. Þann 20. desember 1913 var komið á land í Noregi 126,858 tunnur afíslenskri saltaðri sild. Stærsti botnvörpungur Breta. Hinn stærsti enski botnvörpungungur heitir »Passing« og er írá Grimsby, hann er 145 fet að lengd, kolarúmin taka 320 smálestir og hraðinn er 11 mílur dansk- ar á 4 klukkustundum. Retta skip á að stunda fiskiveiðar hjer við land nú á vertíð og fram í miðjan júlímánuð og saltar fiskinn. Síðan er áætlað að hann fari til Newfoundlands og stundi veiðar þar, en flytji fiskinn nýjan í land. Lifr- arbræðslu áhöld eru á skipinu og verð- ur lifur því brædd um borð og lýsinu safnað í geymira. Fiskimjöl verður einn- ig framleitt á skipinu, slorið þurkað í þar til gerðum kössum, og siðan malað, svo ekkert fari til spillis. 600 hesta krafta gufuvjel er í skipinu. Ný fiskþurkunaraðferð. Frá Grimsby er svo skrifað, að tveir kaupmenn í borginni hafi unnið að því í Qelagi að finna ný tæki til fiskþurkun- ar. Með uppfyndingu sinni spara þeir lóðargjöld, vírnet og reita, sem til þessa hefir notað verið. Eins og hjer, hefir fiskur þar, verið þurkaður við sól og vind, og megnið af þeim fiski, er frá ís- landi og Færeyjum hefir flutst til Eng- lands, svo sem þorskur, stórýsa, langa ogeupsi verið þurkaður þannig, til þess síðar að sendast sem verslunarvara suður á Miðjarðarhafsströnd. Með hinni nýju aðferð þurka kaup- menn þessir fiskinn hversu sem viðrar, jatnt í þurki sem rigningu, og eru tækin sem eru viðhöfð, vjel til þess að fram- leiða þurt þjettað loft og herbergí til þess að leiða loftið inn i. 1 herbergið er fisk- ur, sem þurlca á, hengdur upp og loft- inu síðan hleypt inn. Enn sem stendur er bæði vjel og herbergi í smáum stýl, þar eð þetta er byrjunin og hin fyrsta tilraun, þó þurka þeir 12 smálestir af fiski í einu, en þeir eru sannfærðir um að með þessari aðferð sje hægt að þurka mörg hundruð smálestir i einu, með því að stækka vjel og hús. Þeir telja þetta mikinn vinnusparnað og ómetanlegt gagn að haldið sje áfram að þurka fiskinn hverju sem viðrar. Aðferð þessi hefir vakið mikla eftirtekt og er þegar ráðgert að koma upp slík- um tækjum í mörgum enskum sjópláss- um. Enn sem komið er, eru það aðeins tveir fiskverkunarmenn, sem nota þessa vjel og aðferð og heita þeir Croft og Swaby. Að veiða flsk við rafmagnsljós var reynt á Englandi fyrir mörgum árum. Tvö net voru lögð um nótt; á öðru var lampi með rafmagnsljósi; var það fult af fiski, er vitjað var um það; á hinu netinu var ekkert Ijós, og kom því nær enginn fiskur í það. Síðan var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.