Ægir - 01.04.1920, Blaðsíða 21
ÆGIR
63
enda þótt hún sé boðin — en fyrst af
öllu að reyna að fá vitneskju um kröf-
una fyrir hjálp. Það er að visu ekki úr
vasa sldpstjórans eða eiganda skips, sem
krafan er greidd, það er helvílis assu-
rancinn, sem ekki er of góður að
borga. Þó getur svo farið, að þetta
verki á framtíð skipstjórans, detti nú
assuransinum í hug. að neita að vátryggja
skip og vörur, þar sem hann er for-
maður. Eigandi getur einnig orðið fyrir
stórtjóni og tímatöf. í sjólögunum er á-
kveðið svo, að upphœð björgunarlauna
fari eftir samningi aðilja, ef þeir geta
orðið á eiit sátlir. Pó má hver aðili, sem
er, krefjast þess, að dómur óngti samn-
ing um björgunarlaun, ávalt þá er telja
verður, að hann sé bersgnilega ósann-
gjarn, að tiltölu við hjálp þá, sem veilt
var (232. gr.). Dómurinn má þá færa
björgunarlaun niður eftir álitum. Máli
til ónýtingar björgunarsamnings eða
bregtingar á honum, skal stefnt til dóms
ciður en 3 mánuðir séu liðnir frá því er
samningurinn var gerður (23h. gr. h.).
Skeð getur, að skipstjóri á skipi, sem
er í bersýnilegri hættu, verði að sam-
þykkja hverja sem helzt kröfu, að gerð
er. Sé hún fram úr hófi, ber honum, er
til lands kemur, að mótmæla henni og
ónýta. En þetta vill gleymast hér.
Það fer að verða svart útlitið. þegar
stéttabræður fara að hugsa sem svo: Þú
setur þetta upp núna og kemur mér í
bobba. Eg skal muna þér það, ef illa
fer fyrir þér og eg er nærri.
IJað er ágætt að græða fé, en það má
ekki verka í þá átt, að allri mannúð sé
gleymt, að premiur vátrygginga hækki.
eða að svo fari, að menn fái ekki báta
sína vátrygða, því að með því lagi, sem
nú er að komast á, munu vátryggingar-
félög hugsa málið- vel, áður en þau fara
langt út í að vátryggja mótorháta hér.
Hið slaka eftirlit á sinn þátt í þvi, að
vegna mannalífa verður stundum að biðja
um bjálp, þar sem það ekki þyrfti, væru
skipsbátar í lagi. Dagbækur eru ekki
færðar svo í lagi sé, en þegar eitfhvað
verður að og framleggja á dagbókarút-
drátt i réttinum, þá er búin til einhver
Róman, og upp á hann er svarið og alls
ekki víst að skipstjóri hafi samið hann;
þeir fá hvort sem er ekki vátryggingar-
upphæðina greidda sér. Fyrir nokkru
bjargaði enskur trollari skonnortunni
»Ruthb}r«, mastralaustri mótorlausri og
að öllu hjálparlausri fyrir sunnan land
og dregur skipið til Keflavíkur og leggur
þvi þar. Yfirréttur dæmir svo trollaran-
um 12,000 kr. í björgunarlaun á skipi
og mannalifum. Björgunarskipið Geir
dregur svo skipið frá Keflavík hingað til
Reykjavikur og fær fyrir það 8000 kr.
Þetta er það hlutfall sem rétturinn setur
milli »Geir« og annara.
Linur þessar eru skrifaðar til að benda
mönnum á hæltu þá, sem af því getur
stafað, að sjómenn og fiskimenn þori
eigi að biðja um hjálp í tæka tíð, sök-
um þess, að þeim óar við þeim stóru
upphæðum, sem krafist er fyrir hina lít-
illjörlegustu aðstoð, sem notuð er til þess
að koma málaferlum og svardögum á
stað, og með öllum mætti gex-a alt slíkt
að gróðafyrirtæki, t. d. að draga mótoi’-
skip yfir Patreksfjörð kostar nú eða á
að kosta 40.000 krónui', að draga upp
netahnút 1000 kr. í 7tíma töf í hezta veðxá
20,000 kr. o. s. frv. Minna rná nú gagn
gei'a.
Skipstjórar á mótorskipum verða að
rnuna eítir að halda dagbækur sínar og
að mótmæla og ónýta alla samninga,
sem þeir á hættustundinni neyddust til
að gera, þegar þeir þektu bátaleysið og
mundu eftir, að þeir fluttu á skipinu
fyrirvinnu fátækra heimila, hveri'a líf var