Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1920, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1920, Blaðsíða 13
ÆGIR 45 Þilskipið „Valtýr" horfið. Þrjátíu menn farast. Því miður eru menn nú orðnir úrkula vonar um að þilskipið Yaltýr, eign Duus- verzlunar, muni koma fram. Lagði það út héðan 21. febr. og hefir skipsins hvergi orðið vart síðan 28. febrúar. Þá sást til skipsins frá öðrum skipum skamt frá Vestmannaeyjum. Er talið líklegt, að skipið haíi farist í ofsaveðrinu 28.-29. febr. Hvergi hefir neitt rekið úr skipinu svo menn hafi orðið varir við og er því ekki fengin sönuun fyrir því að það hafi farist. En útivistin er orðin svo löng, að það er óhugsandi að skipið hafi komist af. Vistir eða vatn hafði skipið ekki til nema venjulegrar útiveru og mundi hvorltveggja fyrir löngu þrotið ef skipið væri ekki liðið undir lok. Þrjátíu manns hefir sjórinn hernumið úr islenzka sjómannahópnum að þessu sinni, unga og starfsfúsa dugnaðarmenn. Er það tilfinnanleg blóðtaka. Skipshöfn- in sem landið á að þessu sinni á bak að sjá var að mörgu leyti fyrirmynd. Skipstjórinn Pétur M. Sigurðsson, hefir verið talinn duglegasti aflamaður, sem stjórnað hefir þilsldpi héðan úr hæ, og þeir sem kunnugir eru starfi hans, stað- festa þann vitnisburð. Og hann kunni að velja sér menn. Til hans safnaðist jafn- an úrval manna, svo að tæplega munu nokkurn tima hafa verið saman komir jafn duglegir menn og góðir fiskimenn á einu skipi, eins og var á skipi þvi, sem nú er gengið í greipar Ægis. Hér fara á eftir nöfn skipsmanna: Pétur M. Sigurðsson, skipstjóri, Stýri- mannastíg 7. Kvæntur Jóhönnu Gests- dóttur er lifir mann sinn. Vilhjálmur Gíslason, stýrim., Bræðra- borgarstíg 4. Ivvæntur Reginu Helga- dóttur. Guðmundur Jónsson, vélstjóri. Ættað- ur að vestan en hefir átt heima i Reykja- vík siðustu árin. Böðvar Jónsson, matsveinn. Ættaður af Rangárvöllum, en hefir verið búsettur hér nokkur ár. Kvæntur og átti 1 barn. Fyrir innan þrítugt. Andrés M. Eggertsson frá Dýrafirði, ó- gíftur og barnlaus en fyrirvinna fátækra foreldra sinna. 33 ára. Andrés Gestsson frá Keldudal. 18. ára. Brandur Sigurðsson frá Ólafsvík. Ný- kvæntur, 27 ára gamall. Einar Gestsson frá Keldudal i Dýra- firði. Iívæntur maður, 25 ára gamall. Hann var hróðir Andrésar og voru þeir ellistoð foreldra sinna. Friðrik Jónsson frá Einarslóni undir Jökli. Ókvæntur maður, 24 ára gamall. Guðmundur Egvindsson frá Hólmavík. 33 ára. Guðmundur Guðmundsson frá Iíeldu- dal í Dýrafirði. Ókvæntur maður, 21 árs. Guðmundur ísleifsson, ókvæntur mað- ur héðan úr bænum, 39. ára. Gisli Iíristjánsson frá Núpi i Dýra- firði, 18 ára. Guðmundur Pálsson frá Sandi. Ó- kvænlur maður 24 ára gamall. Gunnar Sveinsson frá Þingeyri við Dýrafjörð. Búfræðingur, 24 ára. Jón Árnason úr Hafnarfirði, 21 árs. Jóhann Gíslason frá Selárdal við Arn- arfjörð. 27 ára. Jón Guðmundsson frá Mjóafirði. 23 ára. Jósef Sigursson frá Akranesi 28 ára gamall. Krisiófer Bjarnason frá Akranesi 25 ára. Iiristján Jónsson héðan úr bænum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.