Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1926, Síða 8

Ægir - 01.05.1926, Síða 8
76 ÆGIR konsúla, sem ynnu að afurðasölu landa sinna, en þetta gætum vér ekki vegna kostnaðarins, sem það hefði i för með sér. Aftur á móti taldi ræðumaður, að vér ættum að nota meira danska kon- súla og ennfremur upplýsingaskrifstofu utanríkisráðuneytisins danska. Einnig taldi hann einstaklinga geta haft meiri not af ísl. sendimanninum á Spáni. Rikisverslun með afurðir, kvað ræðu- maður, ekki liafa gefist vel; væri meira að notum framtak einstaklinganna, og ættum vjer í þvi að semja oss að siðum nágrannaþjóðanna. — Ræðumaður sagði, að hér væri mikið kvartað um féleysi, en úr því væri þó helst til mikið gert, þvi fé væri oft ekki annað en traust og það, sem þvi væri samfara. Samtaksleys- ið væri aftur verri þröskuldur, þvi með góðum sameinuðum vilja, áreiðanleik, framtaki og þekkingu mælti miklu koma til leiðar. — Einkum áleit liann nauð- synlegt að fiskútflytjendur hefðu samtök og sömuleiðis útgerðarmenn og taldi að 6—10 togarar i félagsskap myndu geta fengið betra verð fyrir fisk þeirra togara, sem mynduðu fjelagsskapinn. IJá sagði hann einnig nauðsynlegt að aðgreina bet- ur framleiðslu og sölu, þar sem ljóst væri, að einn gæti verið duglegar út- gerðarmaður, en annar Iagnari á að koma vörunni í verð. Það sem þyrfti að framkvæma í þessu efni, var því að áliti ræðumanns þelta: hafa góða umboðsmenn og vörubjóða í útlöndum, leita að nýjum mörkuðum, gera vörurnar sem útgengilegastar, und- irbúa umferða-vörusýningar og auglýsa á annan hátt afurðir vorar sem best í öðrum löndum. Sérstaka skifstofu í stjórn- arráðinu, er hefði þessi mál á hendi á- leit hann nauðsynlega, vegna erlendra viðskifta. Ræðumaður lauk svo erindi sínu með ósk um að ísl. verslunarstjettinni yrði betur ágengt en hingað til um sölu ísl. afurða. (Verslunartíöindi). Veiðafæra- og kaðlaspuna-vélar. Það eru mörg ár liðin síðan ég fyrst heyrði haldna ræðu um færaspuna hér á landi ásamt netagerð og árlega hef ég heyrt þetta nefnt og stundum hlýtt á þrumandi ræður um málefnið, verið við- riðinn að aíla upplýsinga um færa- spunavélar, sem til þessa engar hafa komið; var það á striðsárunum, og lítil von þá um greið svör í þá átt, þvi þeir, sem helst gátu gefið þær erlendis, höfðu um annað að hugsa. Netagerð hefur um langt tímabil, ver- ið hér heimilisiðnaður og má svo heita enn. Hefur hún oft bætt i búi hjá mönn- um, sem enga aðra vinnu hafa þann tíma árs, sem net eru hnýtt. Þar eð oft hefir verið talað um, að nauðsyn bæri til, að hingað til lands kæmu nýtýsku vélar, sem gætu framleitt alla kaðla, línur, net o. fl. sem lands- menn þyrftu til báta, skipa og veiðafæra, þá leitaði ég upptysinga um vélar til netagerða hjá kunningja minum hér í bæ, sem hefur samband við garn- ogneta- verksmiðju á Skotlandi, sem stofnuð var árið 1812, og sem mjer var kunnugt, að selt hafði garn og línur til íslands i fjölda mörg ár, þvi árið 1875 verslaði faðir minn við verksmiðju þessa og árið 1877 komu tveir ungir menn, synir eig- anda hennar til Islands og heimsóttn þá föður minn. Veiðarfæri þau og netagarn, sem þá kom frá verksmiðjunni, var tal- ið hið albesta, sem hingað til lands fluttist. Hefur hún starfað síðan og get-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.