Ægir - 01.02.1927, Qupperneq 8
24
ÆGIR
son, tannlækriir Br. Björnsson og frí-
kirkjuprestur ólafur Ólafssön, lóku mál-
ið í sínar hendur og kvöddu til ráða ineð
sér ýmsa hina bestu menn er kunnugir
voru sjávarútveginum, hverjum pólitisk-
um flokki, sem þeir fylgdu, og var það
viturlega gert. Eftir það fékk málið hvar-
vetna hinar bestu undirtektir. —
Undirbúningur til stofnfundar félags-
ins var haldinn á Hótel íslandi 7. febr.
1911, en stofnfundur þess á sama stað
hinn 20. febrúar sama ár, og er þvi félagið
16 ára í dag. Forsetar þess hafa verið:
Hannes Hafliðason, tvisvar á tímabilinu
1911—1922. Matthías Þórðarsoon 1913,
þar til hann gerðist erindreki erlendis og
sagði af sér forsetastarfi á miðju ári 1914.
Jón Bergsveinsson 1922—1924 og Kristján
Bergsson núverandi forseti frá 1924.
Fiskifélag íslands keypti „Ægir“ af
Matthíasi Þórðarsyni 1911 og 5. árgangur
er sá fyrsti, sem félagið gefur út. Hr.
Matthías Þórðarson hélt áfram ritstjórn
til ársloka 1913.
Um nýjár 1914 tók við ritstjórn Svein-
björn Egilson og hefir hana enn.
í apríl 1912 voru Fiskifélagsdeildir
þegar orðnar 11, með 429 félögum. 1927
eru þær taldar 48.
Reykjavik, 20. febr. 1927.
Sveinbjörn Egilson.
Skýrsla
erindreka Austfirðingafjórðungs
frá 1. okt. til 31. des. 1926.
Eftir að september líður fer fiskirí að
hætta hér á norðanverðum Austfjörðum
og má segja, að öll útgerð sé hætt alt
frá Sevðisfirði til Langaness, en þó afl-
aðist dálítið hér á Seyðisfirði og suður-
fjörðunum i októher, en gæftir voru frem-
ur stirðar. A Fáskrúðsfirði var ágælur afli
í október og nóvember, þegar á sjó gaf. >
Verð á öllum fiski hækkaði i október.
Stórfiskur prima var seldur frítt á skip
á kr. 125.00 skpd. og var það 10 og 13
krónum hærra en áður. Labrador-verkað-
ur fiskur var þá seldur á 70 og 72 kr. sk-
pd., áður fyrir 65 til 68 kr.
Um áramótin var allur fiskur hér eystra
seldur, enda þó að eitthvað liggi hér eft-
ir, þá er liann allur seldur, og verður ef-
laust afskipaður í febrúar n. k.
Fiskirí hér á Austurlandi hefir verið
í góðu meðallagi hvað fiskimagn snertir.
En vegna hins lága verðs á fiski saman-
horið við kaupgjald og allar útgerðar-
vörur, þá er víst undantekningarlítið tap
hjá öllum útgerðarmönnum. Meðan að
ekki kemst jafnvægi á verðlag útlendra
vara og innlendra afurða, og meðan kaup-
gjald ekki kemst í samræmi við það, þá
er ekki liklegt að sjávarútgerð hér geti
borið sig.
í október fór ég með Goðafossi til Eski-
fjarðar og hélt þar fund í Fiskideildinni.
Þaðan fór ég til Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar. Á Reyðarfirði var ekki
hægt að koma á fundi. En á Fáskrúðs-
firði hélt ég fundi í deildinni. Á báðum
þessum stöðum skýrði ég ítarlega frá
gerðum siðasta Fiskiþings, sýndi fram á
hvaða þýðingu Fiskifélagið og Fiski-
þingið hefði fyrir sjávarútveginn og lagði
áherslu á, að Fiskifélagsdeildirnar og sjó-
menn yfirleitt styrktu það á allan hátt og
leituðu til þess með áhugainál sín. Einn-
ig skýrði ég fyrir nefndarmönnum hvað
Fiskifélagið hefði gert í björgunarmálinu,
sérstaklega á síðasta Fiskiþingi, og hve
afarmikla þýðingu það hefði fyrir sjó-
menn og útgerðarmenn ef það kæmist
verulega í framkvæmd. Jafnframt hvatti