Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1936, Blaðsíða 4

Ægir - 01.08.1936, Blaðsíða 4
166 Æ G I R • • Línuveiðarinn »Orn« G. K. ferst 9. ág'úst sl. Línuveiðarinn »Örn« stundaði sildveið- ar fyrir Norðurlandi í sumar og enginn vissi annað en, að allt væri í lagi á skip- inu, ekkert heyrst um, að það hefði áð- ur verið á grunni fyrir norðan, og við- gerð hafði skipið nýlega fengið. Kom það því eins og þruma úr lofti, þegar þær fréttir bárust gegnum útvarpið, að menn hefðu séð skipið á siglingu, sunnu- dagsmorgunin 9. ágúst og síðar hefði enginn séð það og ekkert af því fréttst. Er þess var saknað, var leit haíin hæði á sjó og eftir fjörum, þar sem líklegast þótti, að skipsmenn hefðu lent í vörpu- bátunum, undir Tjörnesi eða inn í Ax- arfirði, því álandsvindur var þar um þær mundir, sem skipið hvarf. En svo kom varðskipið Ægir, sem þátt tók í leit- inni, með annan bátinn og skömmu síðar fann finnskt móðurskip, Petsamo, hinn og vor báðir mannlausir. Þá var öll von úti og leitinni hætt. Þaðvarhinn 11. ágúst. Fjöldi skipa tók þátt í leitinni; allt sem fannst var hjörgunarliringur og koddi á reki, vestur af Mánareyjum. Ilvarf skips- ins er leyndardómur og enginn getur komið fram með rétta skýringu um, hver sé orsök hvarfsins. Getgátur um ketilsprengingu, eða hrottalega ásiglingu, sem leyna á, geta vart komið til mála, vegna þess, að þegar slíkt á sér stað, þá losnar ætíð svo mikið af við úr skipum, að það verður áberandi á sjónum og í þessu lilfelli, myndi liinum mörgu leit- arskipum, varla hafa skolist yfir það, ei lieldur þeim, sem um fjörurnar fóru. Rannsókn á hvarfi þessu, gæli leilt eitt- hvað í ljós, ef hafin væri. Það er gert i öðrum löndum, þegar eins stendur á og hér, þólt enginn geti mætt, sem veit hið rétta. Öll skipshöfnin fórst með »Örn«, 19 að tölu, Skipið var smíðað úr stáli, í Moss í Noregi, fyrir 33 árum og kom fyrst liing- að til lands um 1927 og liét skipið þá »Batalder«. Keypti 0. Ellingsen heitinn, það frá Færeyjum og seldi síðar þrem bræðrum í Reykjavik, sem skirðu það um og nefndu »Pétursey«. Núverandi eigendur voruSamvinnufél. Ernir í Hafn- arfirði. Þeir breyttu nafni skipsins og nefndu »Örn«; reyndist það happaskip í þeirra liöndum. Þeir sem drukknuðu við slys þetta, eru eftirtaldir menn: Úr Reykjavík: Ólafui' V. Bjarnason, skipstjóri, 60 ára, Frakkastíg 26, kvæntur og átli uppkom- in börn. Sleiim Asbjörnsson, stýrimaður, 28 ára, Rauðará við Hverfisgötu, ókvæntur. Eggeri Ólafsson, 1. vélstjóri, 27 ára, Grellisgötu 79, kvæntur en barnlaus. Frá Hafnarfirði: Guðm. Guðmundsson, nótabassi, 57 ára, Gunnarssundi 3. Hann var kvæntur og álti 2 börn innan við fermingu og3upp- komin. Skúli Sueinsson, 2. vélstjóri, 34 ára, Brekkustíg 25. Hann var kvæntur en barnlaus. Guðm. Albertsson, matsveinn, 23 ára, Vesturbraut 22, kvæntur og átli eill barn. Sigurður Sveinsson, háseli 53 ára.Hverf- isgötu 7, kvæntur og átti eitt barn inn- an við fermingu. Þorsleinn Guðmundsson, háseti, 40ára, Merkurgötu 14, kvæntur og átti 1 barn. Jón Bjarnason, háseli, 37 ára, Selvogs- gölu 16 B. Kvæntur og álti 3 börn í ómegð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.